2. desember 1995 | Neytendur | 285 orð

Í neytendalögum eru ákvæði sem auðvelda samanburð

Afborgunarkjör eru mismunandi

AFBORGUNARKJÖR eru mismunandi milli verslana, greiðslukortafyrirtækja og banka. Standi til að kaupa vörur á slíkum kjörum getur borgað sig að bera mismunandi kjör sem í boði eru. Lög um neytendalán hafa verið sett í flestum löndum Evrópu.
Í neytendalögum eru ákvæði sem auðvelda samanburð Afborgunarkjör

eru mismunandi

AFBORGUNARKJÖR eru mismunandi milli verslana, greiðslukortafyrirtækja og banka. Standi til að kaupa vörur á slíkum kjörum getur borgað sig að bera mismunandi kjör sem í boði eru.

Lög um neytendalán hafa verið sett í flestum löndum Evrópu. Starfsfólk Samkeppnisstofnunar vill benda neytendum á að í kjölfar gildistöku EES-samningsins voru á síðasta ári sett sérstök lög um neytendalán hérlendis. Í lögunum eru ákvæði sem auðvelda samanburð afborgunarkjara.

Að sögn Önnu Birnu Halldórsdóttur hjá Samkeppnisstofnun er í lögum um neytendalán kveðið á um að án nokkurra skuldbindinga eigi neytendur rétt á að fá upplýsingar um staðgreiðsluverð, vexti og allan kostnað af láni. Gæta þarf þess að lánin séu sambærileg, þ.e. að bæði séu til dæmis annaðhvort verðtryggð eða óverðtryggð.

Neytendur ættu að bera saman árlega hlutfallstölu kostnaðar sambærilegs láns í banka, verslun eða hjá þjónustufyrirtæki. Þar sem talan er lægst er hagstæðasta lánið að fá.

Þá segir Anna Birna að neytendur eigi rétt á að greiða hraðar af láni en samningur segir til um og lækka þannig kostnað.

­ Koma kvartanir vegna neytendalána á borðið til ykkar?

"Það er lítið enn sem komið er, þetta er það nýtt. Sem dæmi má nefna að neytendasamtökin kvörtuðu t.d. yfir því að bókaforlag seldi bækur með láni til allt að 20 mánaða í formi skuldabréfs eða raðgreiðslusamnings án þess að upplýsa um kostnað. Bókaforlaginu var bent á að lánveitandi yrði að upplýsa neytanda um heildarlántökukostnað í krónum og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Bókaforlagið tók athugasemdirnar til greina.

Hvað þarf að tilgreina í lánssamningum?

1. Höfuðstóll.

2. Fjárhæð útborgunar.

3. Vextir.

4. Heildarlántökukostnaður. 5. Árleg hlutfallstala kostnaðar.

6. Heildarupphæð sem á að greiða þ.e. samtala höfuðstóls, vaxta og lántökukostnaðar.

7. Greiðsluyfirlit.

8. Gildistími lánssamnings og skilyrði uppsagnar hans.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.