JÓHANN SVERRIR KRISTÓFERSSON

Jóhann Sverrir Kristófersson var fæddur á Blönduósi 3. mars 1921. Hann lést á Héraðssjúkrahúsi Húnvetninga 9. desember sl. ­ Foreldrar hans voru Kristófer Kristjánsson frá Köldukinn, f. 6.6. 1885, d. 7.7. 1964, og kona hans, Dómhildur Jóhannsdóttir, f. á Skúfsstöðum 28.6. 1887, d. 12.5. 1967. ­ Systkini Sverris eru: 1) Skafti, f. 4.3. 1913, fyrrv. bóndi í Hnjúkahlíð. 2) Jóna, f. 20.4. 1918, iðjuþjálfi í Reykjavík. 3) Þórhallur S.D. Traustason (hálfbróðir), f. 9.5. 1908, bóndi að Tumabrekku í Óslandshlíð. ­ Eftirlifandi kona Sverris er Elísabet Þórunn Sigurgeirsdóttir, f. á Ísafirði 23.9. 1926. ­ Börn Elísabetar og Sverris: 1) Kristófer Sverrir, kvæntur Önnu Guðrúnu Vigfúsdóttur. Þau eiga einn son. 2) Hildur Björg, gift Birni Búa Jónssyni. Þau eiga þrjú börn. 3) Sigurgeir, d. 6.9. 1995. Hann lét eftir sig fjögur börn. 4) Jón, sambýliskona Jóhanna Harðardóttir. Hann á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. 5) Sverrir Sumarliði, sambýliskona Júlía Björk Árnadóttir. Þau eiga eina dóttur. ­ Barnabörn eru 12. Langafabörn eru fimm. Útför Sverris fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.