19. desember 1995 | Menningarlíf | 121 orð

Skýjahöllin fær góða dóma í Variety

SKÝJAHÖLLIN, kvikmynd Þorsteins Jónssonar, fær lofsamlega dóma í nýlegu tölublaði hins útbreidda kvikmyndarits Variety.

SKÝJAHÖLLIN, kvikmynd Þorsteins Jónssonar, fær lofsamlega dóma í nýlegu tölublaði hins útbreidda kvikmyndarits Variety. "Mynd íslenska leikstjórans Þorsteins Jónssonar, Skýjahöllin, er falleg og næm saga um dreng og hundinn hans sem greinir börnum frá draumum og hugrekki en kemur fullorðnu fólki jafnframt í opna skjöldu með fáguðum og hárnákvæmum frásagnarstíl sínum,
Skýjahöllin

fær góða

dóma

í Variety

SKÝJAHÖLLIN, kvikmynd Þorsteins Jónssonar, fær lofsamlega dóma í nýlegu tölublaði hins útbreidda kvikmyndarits Variety.

"Mynd íslenska leikstjórans Þorsteins Jónssonar, Skýjahöllin, er falleg og næm saga um dreng og hundinn hans sem greinir börnum frá draumum og hugrekki en kemur fullorðnu fólki jafnframt í opna skjöldu með fáguðum og hárnákvæmum frásagnarstíl sínum," segir meðal annars í umfjöllun gagnrýnanda Variety.

Þá segir hann að Skýjahöllin sýni og sanni að þegar höfundar barnamynda treysti jafnvel greind yngstu áhorfendanna þurfi fjölskyldumyndaformið alls ekki að vera þrándur í götu góðrar myndar.

Síðan heldur hann áfram: "Með góðri talsetningu í stað skjátexta mun Skýjahöllin hitta víða í mark, meðal annars á barnamyndahátíðum, hjá kapalstöðvum og að lokum í barnasjónvarpi víða um heim."Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.