TUTTUGU ár eru á morgun, 13. janúar, liðin frá því öflugur jarðskjálfti reið yfir Kópasker og nágrenni. Jarðskjálftinn er þeim sem upplifðu hann enn í fersku minni, enda mældist hann rúm sex stig á Richterkvarða. Brottfluttir Kópaskersbúar ætla að minnast atburðarins með því að hittast annað kvöld í sal Lögreglufélagsins í Brautarholti 30 í Reykjavík.
Kópaskersbúar minn-

ast stóra jarðskjálftans

TUTTUGU ár eru á morgun, 13. janúar, liðin frá því öflugur jarðskjálfti reið yfir Kópasker og nágrenni. Jarðskjálftinn er þeim sem upplifðu hann enn í fersku minni, enda mældist hann rúm sex stig á Richterkvarða.

Brottfluttir Kópaskersbúar ætla að minnast atburðarins með því að hittast annað kvöld í sal Lögreglufélagsins í Brautarholti 30 í Reykjavík. Þar ætla þeir að rifja upp jarðhræringarnar í máli, söng og myndum, en skipuleggjendur "Skjálftavaktarinnar", eins og þeir kalla samkomuna, hafa safnað gömlum myndum og úrklippum úr dagblöðum þar sem segir frá jarðskjálftanum og viðbrögðum fólks við þessum miklu náttúruhamförum.

Átti enga flasskubba

Sigrún Kristjánsdóttir, einn skipuleggjendanna, segir hins vegar að erfitt sé að nálgast myndir af skemmdunum því þær séu af skornum skammti. "Þegar ég spurði móður mína af hverju hún hefði ekki tekið neinar myndir sagði hún að hún hefði ekki átt neina flasskubba. Ég var alveg búin að gleyma flasskubbunum."

Rúmlega eitt hundrað manns bjuggu á Kópaskeri þegar skjálftinn varð. Fáeinir meiddust smávægilega og nokkrir aldraðir fengu taugaáfall.

Jörðin rifin og tætt

Á forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir skjálftann segir meðal annars í frétt undir fyrirsögninni "Stórtjón á mannvirkjum ­ fólk flúið ­ jörðin rifin og tætt"; "Orð skortir til að lýsa aðkomunni að Kópaskeri eftir jarðskjálftann mikla í gær. Þjóðvegurinn síðustu 10 km að þorpinu er sprunginn á 60­70 stöðum. Þegar komið er inn í þorpið verður að gæta varúðar við akstur og göngu því að jörðin er rifin og sundurtætt. Og þegar komið er inn í glæsileg heimili Kópaskersbúa blasir við gereyðilegging og rústir og sum húsin eru þannig farin, að sjá má út um rifurnar á þeim."

Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason

Friðrik Jónsson var oddviti Presthólahrepps fyrir tuttugu árum. Hér sýnir hann hvar hann var staddur er jarðskjálftinn reið yfir. Hann heldur um glerstafla sem minnstu munaði að hryndi yfir hann.