Skólakór Kársness gefur út hljómplötu SKÓLAKÓR Kársness hefur gefið út hljómplötuna "Hringja klukkurnar í kvöld". Á plötunni eru jólasöngvar frá ýmsum löndum og kórverkið "Söngvasveigur" - A Ceremony of Carols - eftir Benjamin Britten.

Skólakór Kársness gefur út hljómplötu

SKÓLAKÓR Kársness hefur gefið út hljómplötuna "Hringja klukkurnar í kvöld".

Á plötunni eru jólasöngvar frá ýmsum löndum og kórverkið "Söngvasveigur" - A Ceremony of Carols - eftir Benjamin Britten. Monika Abendroth leikur á hörpu og Heimir Pálsson þýddi verkið á íslensku.

Alls syngja rúmlega sextíu börn á plötunni, stjórnandi þeirra er Þórunn Björnsdóttir tónmenntakennari.

Nú um helgina munu kórfélagar ganga í hús í Kópavogi og bjóða plötuna til kaups en hún er einnig fáanleg á Bókasafni Kópavogs.