Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra: Könnun á staðsetningu varaflugvallar miðist ekki við herflug Fjórir vellir verða kannaðir, niðurstaða væntanleg fljótlega STEINGRÍMUR Sigfússon samgönguráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær ýmis mál, sem nú er...

Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra: Könnun á staðsetningu varaflugvallar miðist ekki við herflug Fjórir vellir verða kannaðir, niðurstaða væntanleg fljótlega

STEINGRÍMUR Sigfússon samgönguráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær ýmis mál, sem nú er unnið að í samgönguráðuneytinu. Þar á meðal er könnun á fjórum flugvöllum, sem tilgreina gætu komið sem varaflug vellir fyrir millilandaflug, án þátttöku Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins, mat áhættum, sem stafa kann af Reykjavíkurflugvelli og könnun á breyttu fyrirkomulagi strandsiglinga á vegum ríkisins. Nefndir hafa verið skipaðar til þess að fjalla um tvö síðarnefndu málin og ýmis fleiri.

Ráðherra sagðist hafa skrifað flugmálastjóra og flugmálastjórn og óskað eftir því að tillögur verði gerðar um uppbyggingu flugvalla, sem þjónað geti sem varaflugvellir fyrir millilandaflug. Ráðherra sagði að þar sem hann hefði ákveðið að leggja til hliðar áform um samstarf við Mannvirkjasjóð Atlantshafsbandalagsins um gerð varaflugvallar, ættu tillögur flugmálastjóra að miðast við þarfir almenns farþega- og vöru flutningaflugs en ekki við herflugvélar.

Sömu staðir kannaðir og nefndir eru í skýrslu flugráðs

Ráðherra sagði að fjórir kostir yrðu kannaðir. Í fyrsta lagi yrðu kannaðir möguleikar á lengingu Egilsstaðaflugvallar, annars vegar í beinu framhaldi af núverandi framkvæmdum við völlinn eða síðar. Í öðru lagi ætti að kanna lengingu og aðrar endurbætur á Akureyrarflugvelli og sérstaklega ætti þar að gera þar nákvæmnisútreikninga á að flugsskilyrðum, sem taki mið af endurbættum aðflugsbúnaði þar, meðalannars nýrri ratsjá. Í þriðja og fjórða lagi ætti að kanna hvernig standa þyrfti að lengingu og öðrum umbótum á Sauðárkróksflugvelli og Húsavíkurflugvelli.

"Þessir kostir eru þeir, sem helst eru nefndir í skýrslu flugráðs frá síðasta vori og ég tel því eðlilegt að þeir verði sérstaklega yfirfarnir núna," sagði Steingrímur. "Það er ætlun mín að tillaga um ákvörðuní þessu máli verði lögð fyrir Alþingi sem hluti af endurskoðun flugmála áætluna á vorþinginu. Það á ekki að þurfa að vinna mikla grunnvinnu í þessu sambandi, þessir kostir hafa flestir verið kannaðir áður. Það er því naumast annað eftir en að taka ákvörðunina."

Ráðherra sagðist vonast til þessað fullnægjandi varaflugvöllur í öllu tilliti yrði reiðubúinn innan fárra ára. "Það er rétt að taka það framí þessu sambandi að það er verið að gera ýmsar úrbætur á Akureyrarflugvelli, sem gera hann betur í stakk búinn til þess að sinna þessu hlutverki en verið hefur og ég á von á að íslensku flugfélögin fari að nota hann sem slíkan í ríkari mæli," sagði ráðherra. Hann sagði að aðflugsskilyrði væru hins vegar verri á Akureyri en til dæmis á Egilsstöðum og því væri æskilegt að Egilsstaðaflugvöllur eða annar hvor hinna vallanna, sem ætti að kanna, uppfyllti einnig þær kröfur sem gerðar væru til varaflugvallar.

Um kostnað við lagningu varaflugvallar sagði Steingrímur að úr því það stæði ekki mikið í mönnum að leggja 2.000 metra flugbraut á Egilsstöðum, setti það okkur varla á hausinn að bæta við 400 metrum. "Þetta yrði innan ramma flugmálaá ætlunarinnar, sem er í gangi, en þó er hugsanlegt að þessi viðbót yrði þar sérverkefni," sagði ráðherra.

Skipti mér ekki af utanríkisráðherra og hann ekki af mér

Steingrímur var spurður um orð utanríkisráðherra um að þótt Mannvirkjasjóður NATO greiddi hluta kostnaðar við varaflugvöll, yrði hann ekki hernaðarmannvirki og þeim möguleika hefði ekki verið hafnað endanlega. Steingrímur var einnig spurður um verkaskiptingu utanríkisráðherra og samgönguráðherra hvað varðaði mál varaflugvallar. "Ég fer með samgöngumál en Jón Baldvin með utanríkismál. Ég lít svo á að ég fari að sjálfsögðu með öll samgöngumál nema ef vera kynni innan hinna svokölluðu varnarsvæða. Ef það væri meiningin að byggja þennan varaflugvöll við hliðina á hinum flugvellinum í Keflavík væri það væntanlega á borði utanríkisráðherra. Mér er hins vegar ekki kunnugt um að Aðaldalshraun eða aðrir slíkir staðir hafi verið lýstir varnarsvæði, þannig að ég lít svo á að samgöngur þar eins og annarsstaðar á landinu heyri undir samgönguráðuneytið og vinn samkvæmt þessari reglu," sagði Steingrímur. Er hann var inntur eftir því hvort hann hefði ekki samráð við utanríkisráðherra um málið, sagðist hann ekki skipta sér af því hvernig utanríkisráðherra ynni og hann ætti ekki að skipta sér af sínum verkum. Málið hefði ekki verið rætt mikið í ríkisstjórninni og ekki gefið tilefni til þess.

Morgunblaðið/Emilía

Samgönguráðherra á blaðamannafundinum í gær.