Sölubanni á gráfíkjum aflétt Aflatoxín fannst í tveimur gráfíkjutegundum EITUREFNIÐ aflatoxín hefur fundist yfir hættumörkum í tveimur gráfíkjutegundum hér á landi. Í öðru tilvikinu var um að ræða tegund sem ekki hafði verið dreift í verslanir.

Sölubanni á gráfíkjum aflétt Aflatoxín fannst í tveimur gráfíkjutegundum

EITUREFNIÐ aflatoxín hefur fundist yfir hættumörkum í tveimur gráfíkjutegundum hér á landi. Í öðru tilvikinu var um að ræða tegund sem ekki hafði verið dreift í verslanir. Hin tegundin heitir "Vij gen Klijnoot" og hefur sala hennar verið stöðvuð. Sú tegund hafði ekki selst í miklu magni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hollustuvernd ríkisins. Sölubanni hefur verið aflétt af öðrum tegundum gráfíkja.

Hollustuvernd ríkisins hefur látið rannsaka allar tegundir gráfíkja sem dreift hefur verið í verslanir. Ekki er lokið athugunum á þeim vörusendingum sem ekki hefur verið dreift. Vörur sem eru til frekari rannsóknar hafa verið innsiglaðar þar til niðurstöður liggja fyrir.

Aflatoxín fannst í tveimur tegundum. Sala þeirra verður ekki leyfð. Sú tegund sem komin var í verslanir þann 24. nóvember síðastliðinn, þegar sölu bannið gekk í gildi, heitir "Vijgen Klij noot" og er geymsluþolsmerking vörunnar 1. apríl 1989. Nettóþyngd umbúða er 300 grömm og eru gráfíkjurn ar á plastbakka, sem vafinn er þunnu plasti.

Hollustuvernd ríkisins mun leggja til við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið að settar verði reglur um innflutning og sölu gráfíkja. Verður þar meðal annars lagt til að ekki verði leyft að selja gráfíkjur nema áður hafi verið rannsakað hve mikið aflatoxín þær innihalda.