Endurminningar Sigurðar Hauks Guðjónssonar ÚT ERU komnar endurminningar séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar, sem Jónína Leósdóttir ritstjóri hefur skráð, og nefnist bókin "Guð almáttugur hjálpi þér".

Endurminningar Sigurðar Hauks Guðjónssonar

ÚT ERU komnar endurminningar séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar, sem Jónína Leósdóttir ritstjóri hefur skráð, og nefnist bókin "Guð almáttugur hjálpi þér".

Í kynningu útgefanda segir: "Séra Sigurður Haukur fæddist 1927 í Hafnarfirði en ólst upp í Ölfusi. Að loknu embættisprófi starfaði hann um hríð hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga en vígðist síðan 1955 prestur að Hálsi í Fnjóskadal. Frá 1964 hefur hann verið sóknarprestur í Langholts sókn í Reykjavík, en hyggst á næstunni láta af embætti.

Fáir prestar eru umdeildari hérlendis en séra Sigurður Haukur og má nefna snarpar ádrepur hans um ýmis málefni, "poppmessur" fyrir unglinga og suðning hans við sálarrannsóknir og læknamiðilinn Einar á Einarsstöðum. Hefur hann jafnan verið talinn í röð hinna "frjálslynd ari" kennimanna hérlendis og þótt sýna áræðni í embættisverkum sínum og ýmissi nýbreytni.

Í frásögn sinni er prestur fundvís á eftirminnileg atvik og bregður upp ljóslifandi myndum af samferðarmönnum sínum, auk þess að miðla lesendum af margvíslegum umhugsunarefnum. Má þar nefna ýmsar frásagnir af prestsstarfinu og sálusorgun, auk þess sem kynni hans af sálarrannsóknum og lækna miðlum munu vekja áhuga margra."

Bókin er 294 blaðsíður, með um 75 myndum. Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf. annaðist prentun og bókband. Útgefandi er Nýja bókaútgáfan hf.