Foldaskóli og Seljaskóli mikilvægustu skólaverkefni næsta árs ­ sagði Davíð Oddsson borgar stjóri á Varðarfundi um borgarmálefni "Umfangið í skólamálum borgarinnar er mjög mikið og sem dæmi má nefna að í einum grunnskóla borgarinnar, Seljaskóla, eru 1.440...

Foldaskóli og Seljaskóli mikilvægustu skólaverkefni næsta árs ­ sagði Davíð Oddsson borgar stjóri á Varðarfundi um borgarmálefni "Umfangið í skólamálum borgarinnar er mjög mikið og sem dæmi má nefna að í einum grunnskóla borgarinnar, Seljaskóla, eru 1.440 nemendur, en til dæmis áöllum Vestfjörðum eru samtals um 1.800 nemendur í grunnskólum," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri á Varðarfundi í síðustu viku þar sem hann fjallaði um borgar málefni. Sagði Davíð að vegna mikillar fjölgunar íbúa í Reykjavík á þessum áratug, eða um 13 þúsund manns síðan 1981, hefði orðið að koma til móts við ýmsar breytingar.

Davíð sagði að lokið yrði við framkvæmdir við skóla í Vesturbæ á næsta ári, auka þyrfti við skóla í Grandahverfi þar sem Melaskóli væri fullsetinn og rúmlega það. Einnig þyrfti að byggja við Hagaskóla af sömu ástæðu fyrir næsta haust. Borgarstjóri kvað Foldaskóla og Seljaskóla mikilvægustu verkefnin á næsta ári, verið væri að ljúka sundlaug við Ölduselsskóla og víða væri unnið að ýmsum verkefnum sem væru aðkallandi í uppbyggingu skólastarfsins í höfuðborginni.

Öll barnaheimili Reykjavíkurborgar eru nú fullmönnuð. Það kom fram í máli borgarstjóra, að Reykjavíkurborg rekur milli 60 og 70 barnaheimili, en um skeið var mjög erfit að fá nógu margt starfsfólk. Þá kvað Davíð starfsmenn eins heimilisins, Stakka borgar, hafa óskað eftir því að yfirtaka reksturinn, en í vaxandi mæli væru einstaklingar að taka að sér ýmsa þjónustu sem hingað til hefði að mestu verið í höndum opinberra aðila. Nefndi hann að tveir einstaklingar með fóstrumenntun rækju dagheimili í Vesturbænum á eigin reikning og sama væri að segja um Tjarnar skólann, sem skilaði mjög góðum árangri. Davíð kvað borgina jákvæða í að opna leiðir í þessum efnum til þess að ná bæði betri þjónustu og aukinni hagræðingu, enda hefði borgin tekið beinan þátt í nýjungum af þessu tagi.

Davíð Oddsson vék í máli sínum.a. að heilsugæslu í borginni og málefnum aldraðra. "Heilsu gæslustöðvar voru fyrst byggðar á landsbyggðinni og við vorum sáttir við það en nú teljum við að það sé komið að okkur," sagði Davíð Oddsson, "þessi uppbygging mjakast, en það stendur uppá ríkið í þessum efnum því það áað greiða 85% af dæminu. Við erum nú að byggja Hraunberg og Vesturgötu 7, en höfum aðeins fengið 22 milljónir af 44, sem búið var að ákveða.

Borgarstjóri kvað málefni aldraðra vera ofarlega á baugi, enda vildu margir tryggja sér aðstöðu í Reykjavík vegna mikillar þjónustu höfuðborgarinnar á þessu sviði. "Við erum ekki komin fyrir vind að vísu," sagði borgarstjóri, "en eftirspurn hefur minnkað mjög, enda hefur mikið verið gert, bæði af borginni og í samvinnu við aðra. Um þessar mundir er verið að fullhanna 90 íbúða hús fyrir aldraða á horni Vitastígs og Skúlagötu, en þar verða bæði leigu- og eignaríbúðir, bílakjallari og mikil þjónusta verður í húsinu, enda eiga nálægð hússins við miðbæinn og mikil þjónusta að vera aðlaðandi. Þá er víða verið að byggja upp íbúðir og þjónustu fyrir aldraða í höfuðborginni.

Síðan vék borgarstjóri að þjóðmálunum.

"Umsvifin í þjóðfélaginu hafa minnkað svo hratt að undanförnu að menn eru farnir að óttast atvinnuleysi vegna þess að ríkisstjórnin gerir ekkert raunhæft íað stjórna landinu," sagði hann. "Þessi ríkisstjórn var mynduð á mettíma og hún virðist ætla aðkoma öllu í vaskinn á mettíma, þeir sömu menn."