Jarðgas í Öxarfirði: Málið er komið úr höndum heimamanna ­ segir oddviti Öxarfjarðarhrepps "ÉG ER búinn að afhenda þingmönnum greinargerð Ólafs G. Flóvenz, jarðeðlisfræðings hjá Orkustofnun, um möguleika á frekari rannsóknum á jarðgasi í Öxarfirði.

Jarðgas í Öxarfirði: Málið er komið úr höndum heimamanna ­ segir oddviti Öxarfjarðarhrepps "ÉG ER búinn að afhenda þingmönnum greinargerð Ólafs G. Flóvenz, jarðeðlisfræðings hjá Orkustofnun, um möguleika á frekari rannsóknum á jarðgasi í Öxarfirði. Þetta mál er því komið úr höndum heimamanna," sagði Björn Benediktsson, oddviti Öxarfjarðarhrepps, í samtali við Morgunblaðið.

"Við Skógalón í Öxarfirði var borað eftir heitu vatni í fyrra í tengslum við fiskeldisrannsóknir," sagði Björn. "Úr borholunni komu efni sem rannsókn í Bretlandi leiddi í ljós að voru lífræn kolefnissam bönd af olíukenndum toga. Í sumar var svo boruð 320 metra djúp hola við Skógalón og úr henni kemur sjálfrennandi 90 gráðu heitt vatn, auk svipaðra gastegunda og í fyrra. Hlutafélagið Seljalax, sem stofnað var árið 1986, hefur staðið fyrir þessum rannsóknum af hálfu heimamanna. Kostnaður við síðari borholuna er 7,4 milljónir króna og þar af greiða heimamenn tæpar 5 milljónir króna.

Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur, leggur til að gögn, sem unnin voru úr endurkastsmælingum fyrirtækisins Western Geophysical í Öxarfirði árið 1978, verði endurmetin, unnið verði úr bylgjubrots mælingum sem Orkustofnun og háskólinn í Leníngrad gerðu í Öxarfirði í fyrra og þyngdarmælingum sem Orkustofnun hefur gert þar. Ólafur telur að úrvinnsla á þessum gögnum kosti samtals 1,6 milljónir króna," sagði Björn Benediktsson.