Ný barnabók eftir Kristínu Steinsdóttur VAKA-Helgafell hefur gefið út nýja barnabók eftir Kristínu Steinsdóttur en hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1987 fyrir bók sína Franskbrauð með sultu.

Ný barnabók eftir Kristínu Steinsdóttur

VAKA-Helgafell hefur gefið út nýja barnabók eftir Kristínu Steinsdóttur en hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1987 fyrir bók sína Franskbrauð með sultu. Nýja bókin, Fallin spýta, er sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar.

Í kynningu útgefanda segir: "Sagan gerist í kaupstað á Austfjörðum árið 1955. Foreldrar söguhetjunnar, Lillu, þurfa óvænt að fara til útlanda og hún er send frá Reykjavík til ömmu sinnar og afa á Austurfirði. Þar bíða gamlir og nýir leikfélagar og ævintýrin eru á næsta leiti eins og kaflaheiti bókarinnar gefa augljóslega til kynna: Flugferðin, Skólinn, Lús, Svarta höndin, Á sleða, Snjókast, Jólin, Barnaball, Bolludagur og Sólar kaffi.

Brian Pilkington myndskreytti bókina og teiknaði kápumynd. Bókin er 114 blaðsíður í kiljuformi. Prentstofa G. Benediktssonar sá um prentvinnslu og bókband.

Kristín Steinsdóttir