Stjarnvísindafélag Íslands stofnað 2. des. Stjarnvísindafélag Íslands var stofnað föstudaginn 2. desember, og er markmið félagsins að efla stjarnvísindi á Íslandi. Mun félagið m.a. leitast við að efla kynni íslenskra stjarnvísindamanna innbyrðis og við...

Stjarnvísindafélag Íslands stofnað 2. des. Stjarnvísindafélag Íslands var stofnað föstudaginn 2. desember, og er markmið félagsins að efla stjarnvísindi á Íslandi. Mun félagið m.a. leitast við að efla kynni íslenskra stjarnvísindamanna innbyrðis og við aðra áhugamenn um stjarnvísindi á landinu.

Eitt af meginverkefnum félagsins er að beita sér fyrir auknum samskiptum íslenskra og erlendra stjarnvísindamanna. Það mun koma fram fyrir hönd félagsmanna á erlendum vettvangi og vera aðili að alþjóðasamtökum og samvinnu á sviði stjarnvísinda.

Formaður félagsins er Einar H. Guðmundsson stjarneðlisfræðingur, en auk hans sitja í stjórn stjarnfræð ingarnir Einar Júlíusson og Karl Jósafatsson. Félagsmenn geta orðið allir þeir sem lokið hafa háskólaprófi í stjörnufræði, stjarneðlisfræði eða öðrum skyldum greinum.