Atvinnutryggingasjóður: Heimildir til fyrirgreiðslu rýmkaðar Forsætisráðuneytið hefur breytt reglugerð sinni um Atvinnutryggingarsjóð útflutningsgreina þannig að heimildir til að veita fyrirgreiðslu úr sjóðnum hafa verið rýmkaðar.

Atvinnutryggingasjóður: Heimildir til fyrirgreiðslu rýmkaðar Forsætisráðuneytið hefur breytt reglugerð sinni um Atvinnutryggingarsjóð útflutningsgreina þannig að heimildir til að veita fyrirgreiðslu úr sjóðnum hafa verið rýmkaðar. Bráðabirgðalögin, sem reglugerðin er byggð á, eru nú til annarrar umræðu í efri deild Alþingis. Í nefndaráliti minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar er lagt til að Atvinnutryggingarsjóður verði lagður niður og í hans stað stofnuð sérstök rekstrardeild við Byggðastofnun.

Í nefndaráliti minnihlutans er stofnun Atvinnutryggingarsjóðs gagnrýnd. Sagt er að skipun stjórnar hans brjóti í bága við þingræðishefð og veki tortryggni. Hér sé umað ræða viðbót við sjóðakerfið sem hafi óþarfa kostnað í för með sér. Minnihlutinn leggur til að í stað sjóðsins verði stofnuð sérstök rekstrardeild við Byggðastofnun. Hlutverk hennar verði að treysta fjárhagsstöðu fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgreinum í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu, meiriháttar skipulagsbreytingar, samruna fyrirtækjaog annað er horfi til hagræðingar.

Breytingarnar sem forsætisráðuneytið hefur gert á reglugerð um Atvinnutryggingarsjóð eru á þann veg að nú segir að fyrirtæki komi því aðeins til greina við lánveitingu eða skuldbreytingu að grundvöllur teljist fyrir rekstri þeirra þegar til lengri tíma er litið að loknum skipulagsbreytingum á fjárhag þeirra og rekstri.

Sjá nánar á þingsíðu á bls. 45.