Borgarstjóri um ástand löggæslu í höfuðborginni: Treystum því að ríkisvaldið drepi lögreglumál ekki í dróma Mun ræða við lögregluyfirvöld og dómsmálaráðherra DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, segir að skýrsla um slæmt ástand lögreglumála íReykjavík sé verulegt...

Borgarstjóri um ástand löggæslu í höfuðborginni: Treystum því að ríkisvaldið drepi lögreglumál ekki í dróma Mun ræða við lögregluyfirvöld og dómsmálaráðherra

DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, segir að skýrsla um slæmt ástand lögreglumála íReykjavík sé verulegt áhyggjuefni og borgaryfirvöld muni krefjast þess að þar verði bætt úr. Að sögn Davíðs var löggæsla í borginni flutt úr höndum borgarinnar til ríkisins árið 1972 og hefði því þá verið treyst að ríkisvaldið dræpi hana ekki í dróma. Mál þetta var tekið fyrir á borgarráðsfundi í gær og borgarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi aðila.

"Borgin hlýtur að óska eftir þvíað fá þessa skýrslu. Ég mun einnig ræða við formann Lögreglufélags Reykjavíkur um skýrsluna og einnig við lögregluyfirvöld íReykjavík og dómsmálaráðherra landsins," sagði borgarstjóri.

"Borgin hefur ýmsar ástæður til að hafa áhyggjur af málinu og er þá rétt að nefna sérstaklega að árið 1972 var fyrirkomulagi lögreglumála breytt þannig að yfirstjórn löggæslu var færð til ríkisins og lögreglumenn hættu að vera borgarstarfsmenn. Við þessa breytingu treysti borgin þvíað ríkisvaldið myndi ekki drepa lögreglumál í Reykjavík í dróma. Við hljótum að telja það mjög alvarlegt ef lögreglumenn gefa yfirlýsingar um það opinberlega, og því er ekki mótmælt af lögregluyfirvöldum, að heilu hverfin í borginni séu algerlega eftirlitslaus og mönnum nánast gefið grænt ljós á að þeir geti athafnað sig þar í annarlegum tilgangi," sagði borgarstjóri.

Davíð sagði að benda mætti áað borgin hefði nýlega tekið í sínar hendur stöðumælavörslu í auknum mæli, og hún hefði verið innt afhendi svo eftir væri tekið. "Þetta hefði átt að létta á lögreglunni," sagði borgarstjóri.