Eimskipafélagið fékk Keflavíkina Vík í Mýrdal UPPBOÐSHALDARINN í Vík í Mýrdal gekk í gær að 160,5 milljón króna tilboði Eimskipafélags Íslands í Keflavík, skip Skipafélagsins Víkur hf.

Eimskipafélagið fékk Keflavíkina Vík í Mýrdal

UPPBOÐSHALDARINN í Vík í Mýrdal gekk í gær að 160,5 milljón króna tilboði Eimskipafélags Íslands í Keflavík, skip Skipafélagsins Víkur hf. Hæstbjóðandi, Saltsalan hf, stóð ekki við 161 milljón króna tilboð sitt. Keflavíkin er nú á leið frá New York til Spánar og er skipið væntanlegt til landsins í janúar.

Frestur sá sem Einar Oddsson, sýslumaður í Vík, hafði gefið Finnboga Kjeld, framkvæmdastjóra og aðaleiganda Saltsölunnar og skipafélagsins Víkur, til að standa við hæsta tilboð rann út síðdegis í gær. Þá tjáði Finnbogi sýslumanni símleiðis að ekki yrði staðið við tilboðið. Lögmaður Eimskipafélagsins var mættur í þinghaldið í Vík og að fengnu svari Finnboga, gekk sýslumaður til samninga við Eimskip. Greiddi lögmaður þess fjórðung tilboðsfjárhæðarinnar, auk kostnaðar, alls rúmlega 42,4 milljónir króna að sögn sýslumanns.

Finnbogi Kjeld vildi ekki tjá sigum málið í gær.

Fréttaritari