Skýrsla Lögreglufélagsins: Skælt og rangfært ­ segir Hjalti Zóphaníasson "ÞAÐ ER margt í þessari skýrslu skælt og beinlínis rangfært," sagði Hjalti Zóphaníasson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, um skýrslu þá sem Lögreglufélag Reykjavíkur lagði...

Skýrsla Lögreglufélagsins: Skælt og rangfært ­ segir Hjalti Zóphaníasson "ÞAÐ ER margt í þessari skýrslu skælt og beinlínis rangfært," sagði Hjalti Zóphaníasson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, um skýrslu þá sem Lögreglufélag Reykjavíkur lagði fram í gær.

Aðspurður kvaðst Hjalti telja að óánægja lögreglumanna ætti rætur að rekja til samdráttar í aukavinnu þeirra. "Lögreglustjóri er farinn að stýra embættinu þannig að hann vill láta fjárveitingarnar hrökkva. Þær höfðu ekki gert það nokkuð lengi þannig að um leið og hann fer búinn að færa þetta í rétt horf hefur aukavinna minnkað það mikið að þeir eru óánægðir. En það erþað sem verið er að gera annarsstaðar líka," sagði Hjalti. Aðspurður hvort hann teldi að aukavinnu niðurskurðurinn hefði haft það í för með sér að eftirlit hefði lagst af og að embættið væri undirmannað sagði Hjalti að það væri allt ofmikið sagt.

"Það hittist þannig á að lögreglustjórinn í Reykjavík er erlendis á opinberum fundi. Við höfum ekki haft tök á að ræða þetta við hann en við munum svara þessu þegar við höfum rætt betur við hann. Skýrslan beinist bæði að lögreglustjóra, ráðuneytinu og öðrum stjórnvöldum," sagði Hjalti Zóphaníasson.