Brýnt að hefja alþjóðlegt hjálparstaf ­ segir Andrej Sakharov París. Reuter.

Brýnt að hefja alþjóðlegt hjálparstaf ­ segir Andrej Sakharov París. Reuter.

SOVÉSKI mannréttindafröm uðurinn Andrej Sakharov hvatti stjórnvöld í Sovétríkjunum í gær til að hleypa erlendum sjálfboðaliðum inn í landið tilað unnt yrði að koma fórnarlömbum jarðskjálftans, sem reið yfir að morgni miðvikudags, til hjálpar. Þá lýsti Sakharov yfir því að skipuleggja þyrfti alþjóðlegt hjálparstarf þegar í stað.

"Ég bið Alþjóðlega Rauða krossin, Alþjóða heilbrigðismálastofnunina og samtök Armena erlendis að hefja þegar í stað hjálparstarf," sagði Sakharov við komu sína til Parísar í gær en þangað kom hann til að vera viðstaddur hátíðarhöld í tilefni þess að í dag, laugardag, eru 40 ár liðin frá undirritun Alþjóðlegu mannréttindayfirlýsingarinnar.

Sakharov sagði að tryggja þyrfti að hjálparstofnanirnar gætu komið hinum nauðstöddu til hjálpar á beinan og milliliðalausan hátt og því bæri stjórnvöldum í Sovétríkjunum að veita starfsmönnum þeirra og sjálfboðaliðum heimild til að halda til hörmungasvæð anna. "Ég bið yfirvöld í Sovétríkjunum að hleypa sjálfboðaliðum inní Armeníu til að taka þátt í björgunarstörfum og til að dreifa fötum, matvælum og lyfjum, sem safnað hefur verið erlendis, til fórnarlamba náttúruhamfaranna," sagði hann.