Fundi GATT-ríkja lokið: Deila EB og Bandaríkjanna enn óleyst Montreal. Reuter.

Fundi GATT-ríkja lokið: Deila EB og Bandaríkjanna enn óleyst Montreal. Reuter.

FUNDI viðskiptaráðherra þeirra 96 ríkja sem aðild eiga að GATT-samkomulaginu um fyrirkomulag tolla og viðskipta, lauk í Montreal í gær án þessað samkomulag næðist um helsta umræðuefnið, umbætur á sviði verslunar með landbúnaðarvörur og niðurgreiðslur á þeim vettvangi. Ákveðið var að fresta frekari viðræðum framí apríl þar sem sýnt þótti aðekki tækist að jafna ágreining þennan. Nokkrir fulltrúanna kváðust telja að verslunarstríð væri hugsanlega í uppsiglingu milli ríkja Evrópubandalagsins (EB) og Bandaríkjanna.

Talsmaður GATT, David Woods, sagði að það væru einkum fjögur mál sem viðskiptaráðher ranna greindi á um; niðurgreiðslur landbúnaðarafurða, fyrirkomulag viðskipta með vefnaðarvöru og löggjöf um höfundarrétt og einkaleyfi. Hefði verið ákveðið að þessi ágreiningsefni yrðu rædd sérstaklega á fundi í Genf í aprílmánuði til þess að spilla ekki fyrir þeim árangri sem þegar hefði náðst í umræðum um aukið viðskiptafrelsi.

Ónefndir heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar sögðu fulltrúa þróunarríkja hafa reiðst sökum þess að fulltrúum Bandaríkjanna og ríkja Evrópubandalagsins hefði ekki tekist að ná samkomulagi um fyrirkomulag landbúnaðarvöru verslunar og niðurgreiðslna. Hefðu þeir hótað að hundsa þær ákvarðanir sem þegar hefðu verið teknar í því í skyni að koma á tollalækkunum og auknu frelsi í viðskiptum ef deila þessi leystist ekki. Stjórn Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta hefur lagt tilað niðurgreiðslur í landbúnaði verði afnumdar svo fljótt sem auðið er en ríki Evrópubandalagsins telja heppilegra að hægt verði farið í sakirnar.

Reuter