Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður Verndar: Eining um afgreiðslu mála Fimm menn gengu af fundi áður en fundarstörf hófust Framhaldsaðalfundur félagasamtakanna Verndar var haldinn á fimmtudagskvöld og sóttu hann 118 manns.

Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður Verndar: Eining um afgreiðslu mála Fimm menn gengu af fundi áður en fundarstörf hófust Framhaldsaðalfundur félagasamtakanna Verndar var haldinn á fimmtudagskvöld og sóttu hann 118 manns. Jóna Gróa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður samtakanna á aðalstjórnarfundi, sem haldinn var eftir aðalfundinn. Að sögn Jónu Gróu ríkti eining um afgreiðslu mála á fundinum, en áður en aðalfundarstörf hófustgengu þeir af fundi, Guðmundur J. Guðmundsson, Ásgeir Hannes Eiríksson og fimm eða sex menn að auki.

"Guðmundur J. Guðmundsson kvaddi sér hljóðs áður en gengið var til dagskrár og lýsti yfir sárindum sínum og Guðmundar Árna Stefánssonar yfir því að þeir töldu sig ekki hafa fengið tækifæri tilað sætta hinar svokölluðu tvær stjórnir Verndar," sagði Jóna Gróa í samtali við Morgunblaðið. "Þessi sárindi virðast byggð á einhverjum misskilningi þar sem fógetaréttur hafði úrskurðað á þá leið að upp reisnarstjórnin væri markleysa ogþeim, sem hugðust hrifsa til sín félagið, tókst það ekki."

Jóna Gróa sagði að Guðmundur hefði að lokinni ræðu sinni sagt sig úr aðalstjórn Verndar, gengið úr sal og honum hefðu fylgt Ásgeir Hannes Eiríksson og fimm eða sex menn aðrir, þar af þrír skjólstæðingar Verndar, sem gerst hefðu brotlegir við húsreglur á heimili samtakanna fyrir skömmu.

"Aðalfundarstörfin gengu síðan vel og það var eining um alla afgreiðslu mála," sagði Jóna Gróa. Hún sagði að á fundinum hefði verið lesið upp bréf frá Hönnu Johannessen, þar sem hún óskaði þess að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í framkvæmdastjórn samtakanna, vegna þess að sonur hennar, Haraldur Johannessen hdl., hefði verið skipaður forstjóri hinnar nýju fangelsismálastofnunar ríkisins, sem tæki til starfa um næstu áramót. "Fundarmenn risu úr sætum og hylltu Hönnu lengi og innilega," sagði Jóna Gróa.

Jóna Gróa sagðist hafa flutt skýrslu stjórnar um liðið starfsár á aðalfundinum. "Ég tel þessa skýrslu lýsa öflugu starfi," sagði hún. "Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og æ fleiri leita til Verndar. Álagið á starfsfólki okkar hefur því verið mikið og miðað við þá þjónustu sem veitt er, held ég að óhætt sé að fullyrða að við séum undirmönnuð, ef svo má að orði komast.

Það var ljóst að meginerfiðleik arnir á þessu starfsári yrðu við að brúa rekstrarkostnaðinn og standa skil á greiðslum vegna heimilis samtakanna að Laugateig 19. Stand setning lóðarinnar, vextir og afborganir vega þar þyngst og róðurinn er þungur. Það er þó ánægjulegt að geta þess að sambúðin við nágrannana er eins góð og hún getur verið og húsið og lóðin falla vel inn í götumyndina. Í maí héldum við vígsluhátíð í tilefni þess að heimilið var fullbúið og það var mikil gleðistund fyrir okkur," sagði Jóna Gróa.

Hún sagði að á síðasta ári hefðu 40 manns komið til dvalar á heimilinu, sá elsti 58 ára en sá yngsti 21 árs. Af þessum 40 hefðu 15 verið á heimilinu áður.

Jóna Gróa sagði að samtökin hefðu unnið mikið starf í fangelsum á starfsárinu. Félagsmálafulltrúi Verndar heimsækti þau reglulega og veitti föngum aðstoð og ráðgjöf. Þá aðstoðaði Vernd fanga við að semja um skuldir, leita leiðréttingar á sköttum og útvegaði þeim vinnu.

"AA-menn hafa skipulagt AAfundi tvisvar í viku á árinu og það er óhætt að fullyrða að það starf hefur skilað árangri," sagði Jóna Gróa. "Þetta starf hefur verið skipulagt í samvinnu við félagsmálafulltrúa Verndar. Þá er mikið og gott samstarf milli fangelsanna, skilorðseftirlits ríkisins og Verndar, enda væri Vernd ómögulegt að vinna sitt starf nema svo væri."

Jóna Gróa nefndi einnig Verndar blaðið, sem væri aðaltekjulind samtakanna og birti fræðandi greinar um málefni þau, sem samtökin ynnu að, og árlegan jólafagnað, sem haldinn væri á aðfangadag. Þar kæmi fólk, sem ekki ætti í önnur hús að venda, fengi jólamat og gjafir og hlýddi á helgistund.

Stjórn Verndar skipa nú um 40 manns, auk Jónu Gróu. Framkvæmdastjórn skipa Hrafn Pálsson, Sigurjón Kristjánsson, Stella Magnúsdóttir og Ottó Örn Pétursson. Varamenn eru Sigríður Heiðberg, Hróbjartur Lúthersson, Jón Dalbú Hróbjartsson, Þórhallur Runólfsson og Áslaug Cassata.

Aðalstjórn skipa Árelíus Níelsson, Árni Johnsen, Axel Kvaran, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Björn Einarsson, Bragi Sigurðsson, Brynleifur Steingrímsson, Edda Gísladóttir, Elísabet Hauksdóttir, Friðrik Sophusson, Guðmundur Árni Stefánsson, Halldór Einarsson, Hermann Gunnarsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Jón Bjarman, Jón Guðbergsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Kristján Guðmundsson, Már Egilsson, Margrét Sigurðardóttir, Ólafur Hauksson, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Skúlason, Unnur Jónasdóttir, Þorsteinn Guðlaugsson og Þorsteinn Sveinsson. Varamenn í aðalstjórn eru Ásgrímur Þ. Lúðvíksson, Frank Cassata, Sigríður Hannesdóttir, Guðrún Beck og Helga Guðmundsdóttir.

Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður Verndar.