Miklar sót- og reykSkemmdir í Garðinum Bruni í trésmíðaverkstæði Húsbyggingar hf MIKLAR skemmdir urðu af völdum reyks og sóts í trésmíðaverkstæði Húsabyggingar hf. í fyrrinótt. Það var í um kl. 7.20 í gærmorgun sem slökkviliðið var kallað út og þegar...

Miklar sót- og reykSkemmdir í Garðinum Bruni í trésmíðaverkstæði Húsbyggingar hf

MIKLAR skemmdir urðu af völdum reyks og sóts í trésmíðaverkstæði Húsabyggingar hf. í fyrrinótt.

Það var í um kl. 7.20 í gærmorgun sem slökkviliðið var kallað út og þegar komið var á staðinn var húsið, sem er stórskemma, fullt af reyk. Reykkafarar voru sendir inn í húsið og kom þá í ljós að kviknað hafði í ruslagámi sem stóð skammt frá útidyrunum. Er talið líklegt að þegar smiðir hættu vinnu í fyrrakvöld hafi blandast saman efni í gámunum með þessum ófyrirsjáanlegu afleiðingum.

Brunaskemmdir urðu litlar en miklar sót- og reykskemmd ir. Þetta er í annað sinn sem Húsabygging hf. verður fyrir áföllum af völdum elds, en í júní 1984 brann gamla trésmíðaverkstæðið til kaldra kola.

Arnór

Morgunblaðið/Arnór

Mikill reykur var í skemmunni þegar slökkviliðið kom á staðinn.