Viðskiptaþvinganir geta skaðað sameiginlega öryggishagsmuni Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.

Viðskiptaþvinganir geta skaðað sameiginlega öryggishagsmuni Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.

JÓN Baldvin Hannibalsson átti í gærmorgun viðræður við Leo Tin demanns, utanríkisráðherra Belgíu, í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Á fundinum ræddu ráðherrarnir samskipti Íslands og Evrópubandalagsins og áherslur í væntanlegum samningum EB og Íslendinga.

Jón Baldvin kvaðst hafa gert Tindemanns grein fyrir vaxandi mikilvægi viðskipta Íslendinga við EB, sérstaklega eftir inngöngu Spánar og Portúgals í bandalagið. Þeir hefðu rætt fríverslunarsamkomulagið frá 1972 en á þeim tíma hefði svokallaður GATT-kvóti á saltfiski nægt vegna innflutnings frá Íslandi. Við inngöngu Spánar og Portúgals hefði þetta gjörbreyst og útfluttur saltfiskur frá Íslandi lenti í vaxandi mæli í hærri tollum. Af margvíslegum ástæðum væru þau atriði í fiskveiðistefnu EB sem varða aðgang að fiskimiðum fyrir aðgang að mörkuðum óaðgengileg fyrir Íslendinga. Þar kæmu til bæði efnahagslegar forsendur og ástand fiskistofna við Ísland. Jón Baldvin sagðist hafa bent Tindemanns á, þar sem þeir voru báðir á fundi hjá Atlantshafsbandalaginu, að skilningur meginlandsbúa í Evrópu á gildi og mikilvægi Íslands í þessu varnarsamstarfi hefði ákveðin tengsl við viðskiptamálefni. Samkvæmt 8. gr. Atlantshafssáttmálans væri það eitt af hlutverkum Atlantshafsbandalagsins að ryðja úr vegi ágreiningsefnum á efnahags- og viðskiptasviði sem yrðu til þess að hindra pólitíska samstöðu. Við værum hér að ræða ummál sem væri svo stórt miðað við íslenska þjóðarhagsmuni að ef Íslendingar yrðu útilokaðir frá eðlilegum viðskiptatengslum og jafn réttisstöðu á mörkuðum í Evrópu þá hlyti það að hafa alvarlegar pólitískar afleiðingar og þá hugsanlega einnig hvað varðar hlut Íslendinga að varnarsamstarfi þjóðanna. Jón Baldvin sagði að Tindemanns hefði tekið vel í erindi hans og hann hefði rifjað það upp að á sínum tíma hefðu Belgar samið við Íslendinga án erfiðleika. Hann hafi heitið þvíað koma þessu áleiðis til belgíska sjávarútvegsráðherrans. Jón Baldvin kvaðst telja að þessar viðræður hefðu verið mjög gagnlegar og til stæði að taka fljótlega upp viðræður við frönsk og spænsk stjórnvöld. Jón Baldvin hélt frá Brussel í gær áleiðis til Parísar þar sem hann mun sitja kvöldverðarboð Mitterrands Frakklandsforseta.

Reuter