Fjölskyldutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Að halda fjölskyldutónleika er skemmtileg tilbreytni og víst er að áheyrendur kunnu þessu vel því húsfyllir var í Háskólabíói.

Fjölskyldutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Að halda fjölskyldutónleika er skemmtileg tilbreytni og víst er að áheyrendur kunnu þessu vel því húsfyllir var í Háskólabíói. Trúlega væri annar tími heppilegri ef tónleikarnir eru að hluta til ætlaðir börnum, því hætta er á að margur krakkinn sé orðinn syfjaður þegar klukkan er langt gengin í ellefu, eins og var að þessu sinni er tónleikunum lauk.

Viðfangsefnið var balletttón listin við Hnotubrjótinn eftir Tsjajkovskíj. Á kvikmyndatjaldinu var sýnd myndverk eftir Snorra Svein Friðriksson en sögumaður var Benedikt Árnason leikari. Að flytja ballett á þennan máta er góð hugmynd en eina atriðið sem ekki gekk upp var að "græjurnar" voru þannig stilltar að á köflum heyrðist ekki í sögumanni, þráttfyrir mjög skýran, góðan lestur Benedikts. Þennan agnúa hefði hljómsveitarstjórinn, Petri Sakari, getað lagfært með því að láta hljómsveitina leika veikar þegar lesið var, enda hefði hávaðinn orðið óþolandi ef "græjunum" hefði verið beitt gegn hljómsveitinni, þegar sterkast var leikið, að heyra mætti í sögunni.

Í heild voru tónleikarnir skemmtilegir og í lok fyrsta þáttar söng barnakór úr Kópavogi undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og var mikil prýði af fallegum söng barnanna. Hljómsveitin var góð og hljómaði auk þess mun betur en áður, sem má vera bæði vegna þess að kvikmyndatjaldið var niðri (vegna myndverksins) og hljómsveitin var framar á sviðinu en venjulega. Hvað sem þessu líður þá var leikur hljómsveitarinnar mjög góður og margar ein leiksstófurnar, sem prýða þetta ágæta verk, mjög vel leiknar.

Að flytja leikhúsið inn í hljóm leikasalinn á þannan hátt er góð hugmynd og trúlega má flytja þannig ýmis tónverk og hafa þá í huga bæði texta og myndverk. Trúlega mætti gera tónverkið Pétur og úlfinn eftir Prokofíev mjög áhrifamikið á þennan máta, svo dæmi sé nefnt. Þarna er vettvangur fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem ekki aðeins yrði mikilvægur fyrir unga fólkið í landinu, heldur og fyrir alla er unna góðri og vel fluttri tónlist.

Morgunblaðið/Sverrir

Frá fjölskyldutónleikunum. Myndum Snorra Sveins Friðrikssonar varpað á fjall.