Daníel Williamsson Vorið 1967 útskrifaðist ungur og glaðbeittur hópur leikara frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Við stóðum niðri við Tjörn, þrír strákar og sex stelpur og framtíðin brosti við okkur. Nú er aðeins einn eftir af strákunum. Daníel er skyndilega horfinn úr okkar hópi, en Guðmundur Erlendsson lést löngu fyrir aldur fram fyrir allmörgum árum.

Það er alltaf jafn sárt að sættasig við það þegar óvænt og óskiljanlegt slys tekur skyndilega fólk á besta aldri.

Daníel Williamsson var rólyndur, dulur og prúður maður, en umbar okkur hin sem varla gátum talist í þeim hópi með miklum skilningi og þolinmæði. Hann var einlægur og trygglyndur við vini sína og leikhúsið. Hann kom úr áhugaleikhúsi úti á landi og fór til borgarinnar tilað nema leiklist. Og hann varð góður leikari þótt hann legði það ekki fyrirsig. Honum lét ætíð best að tjá sig án orða. Hann stóð okkur flestum framar í látbragði og það er varla tilviljun að hann valdi síðar ljósahönnun sem starfsvettvang innan leikhússins. Það segir kannski mestum hann að hann skyldi kjósa að standa á bak við ljósgeislann, sem hinir böðuðu sig í. Einhvern tímann á góðri stundu sagðist hann njótaþess hvað best að beina ljósinu að okkur skólasystrum sínum og verkum okkar. Fyrir það þökkum við honum nú.

Við kveðjum Daníel með söknuði og trega og sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur.

Fyrir hönd bekkjarsystkina,

Tóta og Soffa