30. mars 1996 | Íþróttir | 302 orð

LARS Eriksson

LARS Eriksson, varamarkvörður sænska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður með Charleroi í Belgíu, gekk í vikunni til liðs við portúgölsku meistarana Porto en hvorki Vitor Baia né Silvino Louro markverðir liðsins leika meira með félaginu það sem eftir er leiktíðar.
JERRY Stackhouse, l STOFNANDI:: SOS \: \: LARS Eriksson , varamarkvörður sænska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður með Charleroi í Belgíu, gekk í vikunni til liðs við portúgölsku meistarana Porto en hvorki Vitor Baia né Silvino Louro markverðir liðsins leika meira með félaginu það sem eftir er leiktíðar. Baia er í leikbanni og Louro slasaðist í leik gegn Benfica um síðustu helgi.

ERIKSSON leikur líklega sinn fyrsta leik um helgina gegn Leiria. Hann gerði samning um að leika með Porto út keppnistímabilið.

STEVE Mautone , ástralskur knattspyrnumaður sem leikið hefur með Canberra Cosmos, hefur verið keyptur til West Ham. Frá þessu var gengið á fimmtudaginn en það var síðasti dagurinn sem ensk félög gátu keypt leikmenn á leiktíðinni.

COLIN Todd framkvæmdastjóri Bolton notaði tækifærið á fimmtudaginn og opnaði veskið á síðasta kaupdegi og keypti markvörðinn Gavin Ward frá Bradford fyrir 300.000 pund og sóknarmanninn Scott Taylor frá Millwall fyrir 150.000 pund.

PETER Lipcsei , knattspyrnumaður með meisturum Porto í Portúgal og landsliðsmaður Ungverjalands, leikur ekki knattspyrnu næstu sex mánuðina. Lipcsei sleit liðbönd í hné á æfingu nýlega og hefur gengist undir skurðaðgerð til að fá bót meina sinna.

RONALD Koeman hefur ákveðið að leika eitt ár í viðbót með Feyenoord en hann hafði verið að velta fyrir sér að hætta í vor. Koeman hefur verið óánægður með leik Feyenoord í vetur en eftir viðræður við Jorien van der Herik, forseta félagsins, ákvað Koeman að slá til eitt ár enn. Hann er 33 ára.

JEAN-Pierre Papin ætlar að vera eitt ár til viðbótar í herbúðum Bayern M¨unchen en sögur hafa verið um að bæði Manchester United og Borussia Mönchengladbach hafi áhuga að fá kappann til liðs við sveitir sínar. Papin hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk til liðs við Bayern árið 1994 en hefur verið að ná sér á strik síðustu vikur og vill þess vegna verða um kyrrt í M¨unchen.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.