17. apríl 1996 | Landsbyggðin | 196 orð

Íslenskur markaður hf.

Gaf milljón til að stækka Hagavatn

Keflavík-"Þetta er kærkomið og jafnframt fyrsta framlagið sem veitt er til þessa verkefnis og ég vona að fleiri eigi eftir að fylgja í kjölfarið," sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri þegar hann tók við framlagi frá Íslenskum markaði hf., einni milljón, til stuðnings uppgræðslu á örfoka landsvæðum.
Íslenskur markaður hf.

Gaf milljón

til að stækka

Hagavatn Keflavík - "Þetta er kærkomið og jafnframt fyrsta framlagið sem veitt er til þessa verkefnis og ég vona að fleiri eigi eftir að fylgja í kjölfarið," sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri þegar hann tók við framlagi frá Íslenskum markaði hf., einni milljón, til stuðnings uppgræðslu á örfoka landsvæðum. Á aðalfundi Íslensks markaðar var ákveðið að styrkja Landgræðslu ríkisins með fyrrgreindu fjárframlagi sem best væri varið til að stækka Hagavatn í Árnessýslu sunnan Langjökuls. Við þetta tækifæri kom fram að sérfræðingar landgræðslunnar teldu að stækkun Hagavants væri árangursríkasta aðferðin til að hefta sandok frá auðnum sunnan Langjökuls. Þar væru einhver stærstu uppblásturssvæði landsins og vegna ágangs sandfoks frá Hagavatni hefðu tilraunir með uppgræðslu þar reynst árangurslitlar. Sveinn Runólfsson sagði að vatnið hefði grafið sér nýtt útfall og hefði farið ört minkandi á undanförnum árum. Jökulleirinn á botni þess væri uppspretta mikils sandfoks og gróðureyðingar. Ætlunin væri að stífla útfallið og hækka vatnsborðið til fyrra horfs. Hagavatn væri nú um 5 ferkílómetrar en yrði 13 og væri áætlaður kostnaður við verkið um 25 milljónir. Morgunblaðið/Björn Blöndal ÞRÖSTUR Ólafssn stjórnarformaður Íslensks markaðar hf., t.v., afhendir Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra fjárframlag til uppgræðslu. T.h. er Logi Úlfarsson framkvæmdastjóri.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.