Slökkviliðið í útkall eftir að viðvörunarkerfi var sett í gang: Gamanið kostaði unglingana 40 þúsund kr. HELDUR var það dýr skemmtun sem nemandi við Kvennaskólann íReykjavík stóð fyrir á Akureyri um helgina.

Slökkviliðið í útkall eftir að viðvörunarkerfi var sett í gang: Gamanið kostaði unglingana 40 þúsund kr.

HELDUR var það dýr skemmtun sem nemandi við Kvennaskólann íReykjavík stóð fyrir á Akureyri um helgina. Nemandinn, stúlka í þetta sinn, mun hafa komið viðvörunarkerfi Íþróttahallarinnar í gang með þeim afleiðingum að hringt var út svokallað fyrsta útkall hjáSlökkviliði Akureyrar. Að sögn Baldvins Bjarnasonar, skólameistara í Verkmenntaskólanum, kostaði skemmtun þessi reykvísku krakkana 40 þúsund krónur og mun fararstjóri þeirra hafa séð um að safna fénu saman.

Hópurinn, milli 70 og 80 manns, kom til Akureyrar sl. föstudag og fékk afnot af kennslustofum Verkmenntaskólans í Íþróttahöllinni á meðan á norðandvölinni stóð. Krakkarnir halda væntanlega til síns heima í dag eftir að Öxnadalsheiðin hefur verið opnuð. Það hafa orðið töluverð vandræði með ýmsa hópa, sem eru að koma í svona helgarreisur til Akureyrar, og verður þetta slys nú örugglega ekki til þess að auka líkurnar á að við tökum hópa inn á okkur. Vissulega hafa ferðalögin gengið með ýmsum hætti, oftast vel og stundum illa. Við í Verkmenntaskólanum skrúfuðum fyrir allar slíkar heimsóknir fyrir einum þremur árum þegar einn skólahópurinn af höfuðborgarsvæðinu gekk bókstaflega fram af okkur með sóðaskap og drykkjuskap. Eftir þá dvöl töldum við saman áfengisflöskurnar, sem skildar voru eftir í skólanum. Þær reyndust yfir 60 talsins. Við mynduðum þær og sendum suður í viðkomandi skóla sem sönnunargagn. Hópurinn sá hafði að vísu fararstjóra meðferðis sem ekki mun þó hafa verið barnanna bestur því hann fékk að gista fangageymslur lögreglunnar um nóttina," sagði Baldvin.

Baldvin sagði að samskiptaskólar Verkmenntaskólans væru Ármúla skóli og Egilsstaðaskóli og væri þeim frjálst að fá afnot af skólahúsnæði Verkmenntaskólans þegar nemendur þaðan væru hér á ferð. Kvennaskólinn var samskiptaskóli Verkmenntaskólans þangað til fyrir nokkrum árum svo sjálfsagt þótti að leyfa afnot nú upp á gamlan vinskap, en því miður hefði ekki betur tekist til.

Baldvin sagði að ekki hefði þurft að brjóta gler til að koma viðvörun arkerfinu í Íþróttahöllinni af stað. Hinsvegar hefði þurft að lyfta upp loki svo engin leið var að reka sig óviljandi" í hnappinn.