Gallup-könnun á áfengisvenjum og viðhorfum landsmanna: Níutíu prósent 20 til 24 ára ungmenna neyta áfengis Um það bil 9 af hverjum 10 ungmennum á aldrinum 20-24 ára neyta áfengis og meira en helmingur ungmenna á aldrinum 15-19 ára gera það einnig...

Gallup-könnun á áfengisvenjum og viðhorfum landsmanna: Níutíu prósent 20 til 24 ára ungmenna neyta áfengis Um það bil 9 af hverjum 10 ungmennum á aldrinum 20-24 ára neyta áfengis og meira en helmingur ungmenna á aldrinum 15-19 ára gera það einnig, samkvæmt könnum sem Gallup-stofnunin á Íslandi hefur gert fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og nefndum átak í áfengisvörnum. Þessir aðilar töldu nauðsynlegt að gera könnum á viðhorfum landsmanna í áfengismálum áður en bjór verður að löglegri söluvöru i útsölum ÁTVR. Úrtak var valið af Reiknistofnun Háskólans úr þjóðskrá Hagstofunnar. Alls svöruðu 682, eða 78,2 prósent aðspurðra, en 11,4 prósent neituðu að svara. 48,7 prósent þeirra sem svöruðu voru karlar, en 51,3 prósent konur. 53 prósent búa á höfuðborgarsvæðinu, 38 prósent í öðru þéttbýli, en 9 prósent í dreifbýli. Sams konar könnun verður síðan gerð aftur að ári.

Ef litið er á allt úrtakið, þá sögðust alls 76,9 prósent aðspurðra neyta áfengis, en 23,1 prósent ekki. Hlutfallslega fæstir neyta áfengis í 15 til 19 ára aldursflokk inum, 44,8 prósent, en athygli vekur, að meðal 20 til 24 ára eru aðeins 10,4 prósent sem segjast ekki neyta áfengis en 89,6 prósent neyta áfengis. Í einstökum hópum frá 15 til 20 ára er neyslan mest í elsta hópnum, en alls neyta 87,5 tvítugra áfengi samkvæmt könnuninni. Nákvæmlega helmingur aðspurðra 15 ára neyta áfengis. Skipting milli kynja er mjög svipuð, alls neyta 79,5 prósent karla áfengis, en 74,5 prósent kvenna. Skipting milli höfuðborgarsvæðisins, annars þéttbýlis og dreifbýlis er einnig afar svipað, 78 prósent höfuðborgarbúa neyta áfengis, 76,7 prósent aðspurðra í öðru þéttbýli og 71,2 prósent í deifbýli.

Könnunin náði einnig til drykkju venja landsmanna og var reynt aðfinna út undir hvaða kringumstæðum fólk neytti áfengis. Kom m. a. fram, að lítill munur er á áfengisneyslu með mat eftir kynjum. Þá neyta 9 prósent aðspurðra áfengis heima við á kvöldin um það bil vikulega, en 47,5 hins vegar aldrei og aðeins 1,9 oftar en vikulega. Áfengisneysla með mater misjöfn eftir stöðum. Mest á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis neyta 6,6 prósent borgarbúa áfengis með mat um það bil vikulega, en aðeins 1 prósent í öðru þéttbýli og 2,4 prósent í dreifbýli. 19,2 prósent höfuðborgarbúa neyta aldrei áfengis með mat, en 44,1 prósent í öðru þéttbýli og 29,3 prósent í dreifbýli. Þá er það niðurstaða könnunarinnar, að körlum sé tamara að neyta áfengis heima á kvöldin en konum. Einnig er sá siður algengari á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu.