Kristín Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalags: Hvetur til sameiginlegs framboðs stjórnarandstöðu KRISTÍN Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur til sameiginlegs framboðs stjórnarandstöðuflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur...

Kristín Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalags: Hvetur til sameiginlegs framboðs stjórnarandstöðu

KRISTÍN Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur til sameiginlegs framboðs stjórnarandstöðuflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur, í grein í Þjóðviljanum á laugardag. Segirhún að niðurstaða þurfi að liggja fyrir í vor, svo flokkarnir hafi nægan tíma til að undirbúa framboðið.

Krisín segir í greininni að sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Kvennalista við borgarstjórnarkosningarnar vorið 1990, auki verulega líkurnar á því að að hnekkja meirihlutavaldi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einnig slái slíkt framboð á "glundroðakenn ingu" sjálfstæðismanna.

Kristín segist telja að málefna grunnur sé fyrir hendi milli flokkanna. Þriggja ára samstarf núvernandi stjórnarandstöðu hafi reynst traust, og fullkomin samstaða hafi ríkt um að setja bættar aðstæður barna, unglinga og aldraðra í forgang. Tekjuöflunarleiðir hafi heldur ekki orðið ágreiningsefni. Einnig hafi flokkarnir sameinast um tillöguflutning varðandi kjarabætur fgyrir starfsmenn borgarinnar.

Fulltrúar Alþýðubandalagsins í borgarstjórn hafa, að sögn Kristínar, lýst þeirri skoðun sinni, að jafnræði eigi að ríkja milli flokkanna ef af sameiginlegu framboði verður, þannig að 8 efstu sætin skiptist jafnt milli allra flokka.