Sr. Kristinn Á. Friðfinnsson settur Dómkirkjuprestur UNDANFARNA mánuði hefur sr. Þórir Stephensen verið í tímabundnu leyfi frá Dómkirkjunni. Sr. Lárus Halldórsson var settur til að leysa hann af.

Sr. Kristinn Á. Friðfinnsson settur Dómkirkjuprestur

UNDANFARNA mánuði hefur sr. Þórir Stephensen verið í tímabundnu leyfi frá Dómkirkjunni. Sr. Lárus Halldórsson var settur til að leysa hann af. Nú hefur hann fengið leyfi frá störfum um sinn vegna veikinda. Í hans stað hefur sr. Kristinn Á. Friðfinnsson verið settur til að gegna embætti sr. Þóris.

Sr. Kristinn hlaut vígslu til Staðar í Súgandafirði árið 1981. Þar þjónaði hann til ársins 1984. Frá þeim tíma hefur hann stundað margvísleg störf, lengst af við sjálfstæð söluog markaðsstörf fyrir Samvinnutryggingar G.T., að útgáfumálum fyrir Þjóðkirkjuna á vegum Skálholtsútgáfunnar, þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið og afleysingaþjónustu fyrir presta á Reykjavíkursvæðinu.

Þá hefur hann gegnt fjölda trúnaðarstarfa í nefndum og ráðum á vegum ríkis og borgar, auk Háskóla Íslands og stúdenta. Eiginkona sr. Kristins er Anna Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Þau eiga fjögur börn.

Sr. Kristinn Á. Friðfinnsson