HRUNAMANNAHREPPUR: Elding veldur bæj arbruna Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi. Íbúðarhúsið á Auðsholti I í Hrunamannahreppi eyðilagðist í eldsvoða á sunnudaginn. Enginn slasaðist í eldsvoðanum. Innbú er að mestu ónýtt.

HRUNAMANNAHREPPUR: Elding veldur bæj arbruna Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi. Íbúðarhúsið á Auðsholti I í Hrunamannahreppi eyðilagðist í eldsvoða á sunnudaginn. Enginn slasaðist í eldsvoðanum. Innbú er að mestu ónýtt. Slökkviliðið á Flúðum gat ráðið niðurlögum eldsins á nokkuð skömmum tíma.

Það var um klukkan 5 á sunnudaginn að Bjarni Jónsson bóndi í Auðsholti varð var við að eldur logaði í þaki íbúðarhússins og var hann þá þegar orðinn all magnaður. Slökkviliðið á Flúðum var þegar kallað til, en um 12-14 km akstur er að Auðsholti frá Flúðum. Að sögn Hannesar Bjarnasonar slökkviliðsstjóra var mikill eldur í þaki hússins og að hluta til fallið þegar að var komið, enda einangrað með reiðingi og öðru eldfimu efni á loftinu. Volg tjörn var skammt frá bænum og því gott um við að ná í vatn, en að auki er slökkviliðið með 7.000 lítra vatnsbíl. Tiltölulega vel gekk því að slökkva eldinn, en þegar hann kom upp hafði mikið illviðri, sem var hér eystra á sunnudag, að nokkru gengið niður. Vindur stóð á útihúsin, en ekki varð tjón á þeim. "Við höllumst að þvíað eldsupptök hafi verið af völdum eldingar, sem hafi lostið niður í raf magnsinntakið," sagði Hannes Bjarnason.

Húsið er talið ónýtt, en það var steinsteypt á einni hæð, um 120 fermetrar að flatarmáli. Húsið og innbú var fremur lágt vátryggt. Auk Bjarna bjuggu í húsinu bróðir hans, sem einnig er bóndi, faðir þeirra aldraður og föðurbróðir. Fimmbýli er í Auðsholti og munu bændurnir búa hjá þriðja bróðurnum, sem einnig er bóndi á sömu jörð, en býr í nýlegu húsi skammt frá hinu eldra.

Sig. Sigm.