Stöðin á Geithálsi ekki nægilega vel útbúin ­ segir Guðmundur Helgason rekstrarstjóri Landsvirkjunar MIKIL selta sem settist á einangrara í tengivirki Landsvirkjunar á Geithálsi var orsök víðtæks rafmagnsleysis á sunnudaginn.

Stöðin á Geithálsi ekki nægilega vel útbúin ­ segir Guðmundur Helgason rekstrarstjóri Landsvirkjunar

MIKIL selta sem settist á einangrara í tengivirki Landsvirkjunar á Geithálsi var orsök víðtæks rafmagnsleysis á sunnudaginn. Um skeið varð rafmagnslaust á öllu landinu, en á Reykjavíkursvæðinu var aðmestu rafmagnslaust í rúmlega fjórar klukkustundir. Að sögn Guðmundar Helgasonar rekstrarstjóra Landsvirkjunar er tengivirkið á Geithálsi ekki nægilega vel útbúið til að vera sú þungamiðja í kerfi Landsvirkjunar sem það er, en síðar á þessu ári verður tekin í notkun ný aðveitustöð sunnan Hafnarfjarðar, sem létta mun álagi af stöðinni á Geithálsi.

Að sögn Guðmundar mun ekki hafa orðið rafmagnslaust á Reykjavíkursvæðinu í jafn langan tíma og varð á sunnudaginn frá því í september 1973, en þá brotnaði mikið af raflínumöstrum vegna stór viðris. "Það má segja að það hafi verið lán í óláni að þetta átti sér ekki stað á virkum degi, því þá hefði öll atvinnustarfsemi fallið niður."

Guðmundur sagði að upphaf bilunarinnar á Geithálsi hafi verið að rofi varð óvirkur vegna seltu, þannig að sló yfir hann til jarðar. Þá hefði mikil selta á einangrurum einnig leitt til útleiðslu. Rafmagnið fór af kl. 17.12, en var komið á ný á hluta Reykjavíkursvæðisins um kl. 7.30. Allt rafmagn var komið inn á byggðalínuna um kl. 6.30, en víða var það komið á innan hálftíma frá því það sló út. Á Reykjavíkursvæðinu kom rafmagnið síðan smám saman inn, en það var skammtað og rofið á milli svæða fram undir miðnætti.

"Vegna seltu á einangrurum gekk illa að koma spennu á aftur, en við bilunina misstum við þrýstiloft sem notað er til að stjórna rofum. Það endaði með því að það varð að reka kerfið aðskilið, þannig að Sogsstöðv arnar voru með Reykjavíkursvæðið, en Þjórsárstöðvarnar með byggðalínuna ásamt álverinu og járnblendiverksmiðjunni. Á þessum stöðum var tiltölulega lítil truflun miðað við það sem annars var á Faxaflóasvæðinu," sagði Guðmundur.

Guðmundur sagði að rafmagn frá Sogsstöðvunum hefði ekki reynst nægjanlega mikið til að anna því álagi sem var þegar tengt var á Reykajvíkursvæðið, og því hafi orðið að grípa til skömmtunar. Skömmtunin náði yfir svæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Rafveitu Hafnarfjarðar og Hitaveitu Suðurnesja, og var henni haldið áfram þar til fór að draga úr álagi laust fyrir miðnættið.

"Upp úr miðnætti gátum við síðan tengt saman Sogsstöðvarnar og Þjórsárstöðvarnar og var skömmtun þá lokið, en við vorum að koma rfa magni til Faxaflóasvæðisins allt fram undir morgun, og þurfti að tengja framhjá Geithálsi þannig að engir rofar voru inni á línunum," sagði Guðmundur.

Aðspurður sagði Guðmundur aðbúnaður með meira einangrunargildi hefði getað komið í veg fyrir bilunina sem varð, og eftir þetta yrði líklega farið að huga að því að skipta um búnað á Geithálsi. "Það er alveg tilgangslaust að reyna að þvo þennan búnað við þær aðstæður sem þarna voru, og skapast jafnvel hætta á enn meira tjóni ef það er reynt. Auk þess þarf þá að taka spennuna af, og gæti það haft í för með sér ennþá lengra straumleysi," sagði Guðmundur.

Ný aðveitustöð Landsvirkjunar erí smíðum fyrir sunnan Hafnarfjörð og verður hún tekin í notkun síðar á þessu ári. Verður sú stöð með öllum búnaði innanhúss, og á hún að létta á stöðinni á Geithálsi, sem að sögn Guðmundar Helgasonar er orðin alltof mikil þungamiðja í kerfi Landsvirkjunar og ekki nægilega velútbúinn til að vera það. Nýja aðveitu stöðin verður tengd inn á línuna til álversins, auk þess sem síðar tengist í hana ný lína frá Þjórsársvæðinu, og ef ný stóriðja rís á þessu svæði mun hún tengjast við hana, auk Hafnarfjarðar, Suðurnesja og hluta Reykjavíkur.

Í gær voru þrír rofar óvirkir í stjórnstöð Landsvirkjunar á Geithálsi. Þar var um að ræða rofa fyrir aðra línuna til álversins, sem þá var ekki tengd, rofa fyrir Búrfellslínu og vararofa fyrir línu að aðveitustöðinni við Korpúlfsstaði.

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Úr stjórnstöð Landsvirkjunar á Geithálsi.

Á innfelldu myndinni eru leifar af einangrur um og tengistykkjum sem eyðilögðust.