Skoðanakönnun SKÁÍS: Andstæðingum hvalveiðanna fjölgar SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar, sem SKÁÍS hefur gert fyrir Samband ungra sjálfstæðismanna, hefur andstaða við hvalveiðar aukizt.

Skoðanakönnun SKÁÍS: Andstæðingum hvalveiðanna fjölgar

SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar, sem SKÁÍS hefur gert fyrir Samband ungra sjálfstæðismanna, hefur andstaða við hvalveiðar aukizt. Í könnuninni sögðust 45,2% þeirra, sem afstöðu tóku, telja að hvalveiðum ætti að hætta. Í könnun, sem gerð var fyrir Stöð 2 í október á síðasta ári, vildu 34,4% hætta veiðunum.

Alls svöruðu 632 spurningunni "Telur þú að Íslendingar eigi að hætta hvalveiðum?" Afstöðu tóku 546 eða 85,1%. Af þeim sögðust 54,8% hlynntir því að hvalveiðum yrði haldið áfram. Þeirrar skoðunar voru 65,6% í könnuninni í október.

Í aldurshópnum 18-29 ára var meirihluti andvígur hvalveiðunum eða 52,3%. Í hópnum 30-49 ára voru 43,8% andvíg hvalveiðum, ení elzta hópnum, 50 ára og eldri, var stuðningurinn við hvalveiðar mestur, 59,2%.

Fleiri konur reyndust hlynntar hvalveiðunum en karlar. Í hópi kvenna studdu 59,7% áframhaldandi hvalveiðar, en 50,2% karla.