Fyrsta konan vígð biskup: Kristið fólk hvatt til að taka áhættu Boston. Reuter.

Fyrsta konan vígð biskup: Kristið fólk hvatt til að taka áhættu Boston. Reuter.

BARBARA Harris, fyrsti kvenbiskup sögunnar, hvatti á sunnudag kristna menn til þess að vera ekki um of á varðbergi gagnvart deilumálum og taka áhættu í sinni fyrstu stólræðu sem biskup í bandarísku biskupakirkjunni.

"Hefði Jesús ekki tekið áhættu hefði hann aldrei frelsað okkur," sagði Harris við söfnuð sinn í kirkju heilags Páls í Boston. "Hefði biskupsdæmið í Massachusetts ekki tekið áhættu væri ég ekki hér í bisk upsklæðum," sagði hún við mikinn fögnuð safnaðarins.

Harris er 58 ára að aldri og hafði starfað við almannatengsl í Fíladelfíu er hún tók prestsvígslu árið 1980. Hún var síðan vígð biskup við þriggja tíma athöfn á laugardag að viðstöddum 8.500 manns og varð þar með fyrsta konan sem tekið hefur biskupsvígslu í kristinni kirkju. Tveir mótmælendur höfðu grátbeðið biskup bandarísku biskupakirkjunnar að vígja hana ekki. Ekki kom þó til mótmæla á sunnudag og að guðsþjónustunni lokinni reis söfnuðurinn úr sætum og klappaði Harris lof í lófa.

Reuter

Barbara Harris, sem á laugardag varð fyrsta konan sem tekið hefur biskupsvígslu, brosir til kirkjugesta að lokinni vígsluathöfninni.