Sovétríkin: Veist að Kasparov Moskvu. Reuter. HARKALEGA var ráðist að Garrí Kasparov, heimsmeistara í skák, í bréfi sem birt var í sovéska íþróttablaðinu Sovjetskíj Sport á laugardag.

Sovétríkin: Veist að Kasparov Moskvu. Reuter.

HARKALEGA var ráðist að Garrí Kasparov, heimsmeistara í skák, í bréfi sem birt var í sovéska íþróttablaðinu Sovjetskíj Sport á laugardag. Í bréfinu, sem Sergei Bubka, olympíumeistari í stangarstökki, og Alexei Kolesov, varaforseti sovéska íþróttaráðsins, rituðumeðal annarra undir, segir að Kasparov skari eld að sinni köku án þessað hafa hagsmuni íþróttahreyfingarinnar að leiðarljósi.

Í bréfinu, sem birt var á forsíðu íþróttablaðsins, segir að Kasparov sé aðeins annt um eigin velgengni á íþróttasviðinu en ekki um íþróttir almennt. Einkum var honum fundið til foráttu að hafa haldið því framí nýlegu blaðaviðtali að sovéska íþróttaforystan hirti bróðurpartinn af þeim tekjum sem sovéskir íþróttamenn afla erlendis.

"Við erum því miður tilneyddir til að segja að Kasparov er ekki annt um framgang íþróttanna, honum er aðeins annt um eigin velgengni í íþróttum og stundum kemur hann fram við aðra íþróttamenn af fyrirlitningu," segir í bréfinu.

Þá er heimsmeistaranum einnig borið á brýn að vilja koma fram sem fulltrúi sovéskra íþróttamanna.

"Það hefur enginn valið hann til forystu og það hefur enginn veitt honum heimild til að gefa yfirlýsingar "í nafni þjóðarinnar". . . Við teljum að afstaða Kasparovs sé á misskilningi byggð og hugmyndir hans íþróttahreyfingunni til vansa," segir í bréfinu.

Garrí Kasparov.