Bannað að auglýsa "ókeypis" filmur VERÐLAGSRÁÐ hefur bannað fyrirtækinu Myndsýn hf. notkun og auglýsingu orðins ókeypis þegar viðskiptavinum eru afhentar filmur án sérstaks endurgjalds.

Bannað að auglýsa "ókeypis" filmur

VERÐLAGSRÁÐ hefur bannað fyrirtækinu Myndsýn hf. notkun og auglýsingu orðins ókeypis þegar viðskiptavinum eru afhentar filmur án sérstaks endurgjalds. Nokkrir samkeppnisaðilar telja þetta óheiðarlega viðskiptahætti og kærðu til Verðlagsstofnunar.

Gísli Ísleifsson lögfræðingur Verðlagsstofnunar sagði að það að nota orðið ókeypis við afhendingu á filmum þegar Myndsýn framkallaði og stækkaði fyrir viðskiptavini væri talið óheiðarlegt gagnvart öðrum framköllunarfyrirtækjum og villandi gagnvart neytendum. Ekki væri hægt að líta á að filman væri ókeypis, hún væri innifalin í fram köllunarverðinu.