Bílar hækka um 0,7 til 3% GENGISLÆKKUN krónunnar um 2,5%, hefur mismikil áhrif á verð nýrra bifreiða vegna misvægis milli gjaldmiðla og er hækkunin á bilinu 1,5 til 3%.

Bílar hækka um 0,7 til 3%

GENGISLÆKKUN krónunnar um 2,5%, hefur mismikil áhrif á verð nýrra bifreiða vegna misvægis milli gjaldmiðla og er hækkunin á bilinu 1,5 til 3%.

"Það má segja að prósentuhækk unin komi svo til beint ofan á gjaldskrána sem var í gildi í janúar," sagði Þorbergur Guðnason sölustjóri hjá Sveini Egilssyni. "Meðal fólksbifreið frá Vestur- Þýskalandi kostaði fyrir gengislækkun milli 650 til 700 þúsund en hækkar nú um um 3%. Ford Bronco til dæmis hækkar um 2% og er það vegna misvægis milli gjaldmiðla og má nefna sem dæmi að kanadadollar hefur hækkað frá því 11. janúar um 5,9% en japanska jenið á sama tímabili um 1,8%. Japanskir bílar hækka um 3% við gengisfellinguna.

Hjá Heklu hf. fengust þær upplýsingar að japanskir bílar hækka um 2%, breskir bílar um 1,5%, og vestur þýskir um 0,7% og er þá miðað við tollagengi við gengisfellingu. Þannig hækkar Lancer 1500 GLX með afl stýri úr 759 þúsund krónum í 774 þúsund og Pajero jeppi, dísel, sjálfskiptur, sem kostaði 2.059 þúsund krónur kostar nú 2.100 þúsund.