Íslendingar eignast verksmiðjutogara í Seattle Allt hægt ef vilji er fyrir hendi, segir Jón Grímsson Seattle, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Valgerði P. Hafstað.

Íslendingar eignast verksmiðjutogara í Seattle Allt hægt ef vilji er fyrir hendi, segir Jón Grímsson Seattle, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Valgerði P. Hafstað. "ÞAÐ er allt hægt ef vilji er fyrir hendi," sagði Jón Grímsson þegar fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði á dögunum. Jón og félagi hans, Guðjón Guðmundsson, sem báðir eru búsettir í Seattle, festu fyrir ári síðan kaup á fiskirannsóknarskipi, sem þeir hafanú breytt í verksmiðjutogara.

Hyggjast þeir nota hann til botnfiskveiða, einkum þorskveiða á Alaskaflóa, nálægt Kodiak-eyju. Verið er að leggja síðustu hönd á innréttingar í togaranum, en ráðgert er að fara í fyrstu veiðiferðina um miðjan mars.

Skipið var 6 ára gamalt þegar Jón og Guðjón keyptu það fyrir hálfa milljón Bandaríkjadala, en það hafði áður verið notað til veiða á "humar á Hawaii og hörpudisk í Alaska," eins og Jón komst að orði. Kostnaðurinn við breytingarnar nemur tveimur og hálfri milljón bandaríkjadala. Togarinn er 140 fetað lengd (um 43 metrar) og rúmar 200 tonn af frystum fiski.

Guðjón var önnum kafinn úti í bæ þegar fréttaritari kom á skrifstofu Sea Master Inc., en svo heitir hið fjögurra ára gamla fyrirtæki þeirra félaga. Jón tók hins vegar á móti blaðamanni glaður í bragði. Hann kvaðst hafa gefið togaranum nafnið Continuity, eða Áframhald, því "maður verður að halda áfram, það þýðir ekkert að gefast upp".

Jón tjáði blaðamanni að á skipinu yrði 22ja til 24ra manna áhöfn og að eigendurnir yrðu báðir í þeim hópi. Auk þeirra tveggja yrðu í áhöfninni þrír japanskir matsmenn, nokkrir Íslendingar, Bandaríkjamenn og ef til vill menn frá öðrum heimshornum. Skipstjóri verksmiðjutogarans verður Grétar, sonur Guðjóns Guðmundssonar, en Jón vinnur nú að því að afla sér skipstjórnarréttinda.

Aðspurður um markaðshorfur kvað Jón þá félagana hafa gert 5 ára samning við Japani, sem eiga 25% hlut í togaranum. Hann sagði að Japanir ættu meirihluta í fiskveiðiflotanum frá Seattle. "Samn ingaviðræðurnar við Japani stöðvuðust í 7 mánuði af því þeir vildu eiga 51% í togaranum," bætti hann við, en Jón og Guðjón létu sig ekki og Japanir féllust á 25% eignaraðild.

Nú stunda, að sögn Jóns, 40 til 50 verksmiðjuskip veiðar á Alaska miðum og eru þau flest gerð út frá Seattle. Jón reiknar með að slík skip muni ekki verða fleiri en 60, því útlit er fyrir að reglugerðir gangi í gildi á næstunni sem komi í veg fyrir frekari fjárfestingu í þeim.

Jón sagði nýjar aflaspár gefa tilkynna að á tímabilinu apríl til júlí í ár verði aflaverðmæti á Alaska miðum hæst, eða 600.000 Bandaríkjadalir fyrir 200 tonn af fiski. Jón reiknar með að togarinn geti verið 10 til 12 daga í hverri veiðiferð.

Jón hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í átta ár, en Guðjón í um 15 ár. Jón var áður sjómaður á Ísafirði. "Hvað kanntu best að meta í Bandaríkjunum," spurði fréttaritari. Jón hugsaði sig um og svaraði, "Tækifærin . . . en ekki er allt dans á rósum í Ameríku."

Reuter

Jón við verksmiðjutogarann. Meðeigandinn, Guðjón Guðmundsson, var önnum kafinn þegar fréttaritara bar að garði.