Ileana Cotrubas Tónlist Jón Ásgeirsson Óperusöngkonan Ileana Cotru bas og píanóleikarinn Raymond Janssen fluttu ljóðatónlist eftir Enesco, Faure, Liszt og Wolf, sl. sunnudag í Íslensku óperunni.

Ileana Cotrubas Tónlist Jón Ásgeirsson Óperusöngkonan Ileana Cotru bas og píanóleikarinn Raymond Janssen fluttu ljóðatónlist eftir Enesco, Faure, Liszt og Wolf, sl. sunnudag í Íslensku óperunni. Fyrst á efnisskránni voru sjö söngvar er Georges Enesco samdi við kvæði eftir Clement Marot (1497-1544). Marot var franskt hirðskáld sem sagt er að hafi fyrstu Frakka ort sonnettur. Enesco (1881-1955) var rúmenskur fiðlusnillingur og tónskáld en meðal nemenda hans Menuhin. Af þeim sjö söngvum er Cotrubas söng voru tveir síðustu sérlega áhrifamiklir, "Changeons propos" og "Du confict en douleur", ekki aðeins vegna flutnings listamannanna, heldur og eru þetta frábærar tónsmíðar.

Það var ánægjulegt að heyra söngvana eftir Enesco en ekkisíður gamla kunningja, þ.e. fimm ljóðalög eftir Faure, er söngkonan flutti af frábærri smekkvísi. Franz Liszt samdi um 80 sönglög og hafa fá þeirra verið sungin að ráði á tónleikum, en nú gat að heyra fimm þeirra m.a. útfærslu hans á kvæðinu Lóreley eftir skáldsnillinginn Heine.

Síðast á efnisskránni voru 11 söngvar úr Ítölsku ljóðabókinni, en Wolf samdi 46 lög við þýðingar Paul Heise. Lögin í fyrra heftinu eru flest samin í desember 1891 og öll í því seinna í mars og apríl 1896. Fyrsta lagið sem Cotrubas söng var Auch kleine Dinge sem nr. 1 og endaði tónleikana á því 46. og síðasta laginu í Ítölsku ljóðabókinni, Ich hab in Penna. Í flutningi Wolf-laganna fór Cotrubas á kostum, bæði í söng og leikinni túlkun og undirleikurinn var heldur ekki af lakara taginu. Leikur Janssens var einstaklega yfirvegaður og framfærður af miklu listfengi.

Eitt loforð mætti Ileana Cotru bas hafa með sér héðan frá Íslandi, ef hún vildi koma aftur, og það er að hér skiptir svo oft um veður að þá hún kæmi aftur yrðu veðurguðirnir vísir til þess að fagna henni með öðru móti. En hvað svo sem segja má um hverflyndi veðurguðanna er eitt víst, að tryggð áheyrenda hennar mun þá vera óbreytt frá því sem nú er, því það sem innra býr á ekkert skylt við klakann á ytra borðinu.

Ileana Cotrubas