Ólöf Sæunn Magnúsdóttir Vegir Guðs eru órannsakanlegir og þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Það eru stór en jafnframt sönn orð. Samt er erfitt að sættasig við það. Hvern hefði grunað að þegar Ólöf, Hrefna og ég vorum að skemmta okkur saman á laugardagskvöldið yrði Ólöf farin um morguninn. Hún í blóma lífsins og átti allt lífið fram undan. Hún var nýbúin að opna stofuna og þau Kiddi settu upp hringana 29. desember, en sá dagur hafði að geyma minninguna um er þau byrjuðu saman þremur árum áður.

Minningin um útskriftardaginn stendur mér ljóslifandi fyrir sjónum. Þá fengum við sveinsprófsskírteinin afhent. Ég gleymi aldrei svipnum á Ólöfu þegar hún komst að því að hún var hæst yfir hópinn. Gleðin og ánægjan skein úr andlitinu. Viðvorum sannfærðar um að hún hefðiekki verið ein. Pabbi hennar sem hafði kvatt þetta líf aðeins þrem vikum fyrir prófið stóð eins og klettur við hlið hennar, hvatti hana og dáði. Þetta var stór dagur í lífi okkar allra í hópnum.

Elskuleg vinkona er farin á undan okkur en yndislegu minningarnar um samverustundirnar geymast vel.

Já, margs er að minnast og margt er að þakka. Ólöfu er greinilega ætlað eitthvert nýtt og stærra hlutverk í nýjum heimkynnum.

Hafi elskuleg vinkona þökk fyrir allt og allt. Við hittumst aftur seinna.

Nú legg ég augun aftur,

ó, Guð þinn náðarkrafutr

mín veri vörn í nótt.

Æ, virst mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka

þinn engil svo ég sofi rótt.

(Sveinbjörn Egilsson)

Skólasystir og vinkona,

Svava.

-Já, sefist sorg og tregi,

þér saknendur við gröf,

því týnd er yður eigi

hin yndislega gjöf:

Hún hvarf frá synd og heimi

til himins - fagnið því, -

svo hana guð þar geymi

og gefi fegri' á ný.

(Björn Halldórsson frá Laufási)

Elsku Kiddi, Einína, Binna, Helena og Magnús. Algóður Guð verndi ykkur og styrki á þessari sorgarstundu.

Svava