Eiríkur Benedikz Tólf mílum vestur af Oxford á Englandi og góðri mílu frá Thamesá í norður kúrir hið ævaforna Bampton-þorp. Menn halda að þess sé fyrst getið í króníkum Saxa, að þeir börðust við Breta við Beamd une árið 614 og höfðu betur. En nafnið myndi þýðast á íslensku Baðmtún og er gegnsætt um hvað þótti mikilvægast við stofnun byggðar; gróðursæld, byggingar og brennsluefni og vatn.

Síðan er lítið vitað uns ritað er á 11. öld, að þar sé vikulegur markaður haldinn, og litlu seinna reis þar normönsk steinkirkja, sem enn sér merki í þeirri, sem nú stendur.

Fyrir stríð töldust íbúar hálf annað þúsund, að ég held, og pub bar á hvert hundrað með konum og börnum að leik. Nú búa þar reynda fleiri en fátt annað hefur breyst nema járbrautin, sem áður tengdi héruð, er aflögð og rútuhaf inn lætur eina ferð á dag nægja við alheiminn, Withney, þótt þangað sé reyndar ekki nema kortersferð.

Þennan stað kusu þau Margrét og Eiríkur sér og börnum sínum skjól, þegar mest gekk á í orrustunni yfir London í stríðinu og ílentust þar til þessa dags. Eiríkur gekk til sinna verka í sendiráði Ís lands í London á Eaton Terrace og kom heim um helgar, en Margrét sá um bú og synina fimm.

Eiríkur Benedikz var fæddur 5. febrúar 1907 í Reykjavík, sonur Hansínu Eiríksdóttur frá Karlsskála og Benedikts S. Þórarinssonar kaupmanns á Laugavegi 7.

Hann varð stúdent 1925, nam ensku við háskólann í Kaupmannahöfn, en dvaldist síðan við nám og kennslu við háskóla í Cambridge og Leeds til ársins 1930. Konusinni, Margréti, kynntist hann í Leeds þar sem hún var nemandi hans í nútíma íslensku. Þau giftust 1931 og bjuggu síðan í Reykjavík í 11 ár.

Hér stundaði Eiríkur enskukennslu, uns þau hjón fluttust aftur utan til Englands með fjórum sonum árið 1942, þar sem yngsti sonurinn fæddist.

Þar beið hans ævistarfið í sendiráðinu í London, en auk þess var hann lektor í nútíma íslensku við University College of London frá 1954. Þar fékk hann aðstöðu til að vinna að íslensk-enskri orðabók sinni, sem nú er í höndum Arnar og Örlygs.

Í bréfi sem Benedikt gamli skrifaði dóttur sinni og tengdamóður minni, frostaveturinn 1918, er skemmtileg lýsing á Eiríki sem þá er 11 ára gamall og má vel fylgja honum hér og stafsetningu haldið.

"Eiríkr hefr eigi enn farið í neinn skóla. Ég hefi verið að bögglast viðað að kenna honum. Hann er af bragsvel læs, les látínuna (latneska letrið) eins og prent. Prent nefndi alþýða áðr gotneska letrið (frakt úruletrið). En orðinn góðr að greina (parta ræðunnar) og kann allar höfuðreglur ísl. málfr. Í reikningi kominn í brot. Er elding fljótr að leggja saman, svo þr lærðu Sólon og Eiríkr Björnsson fylgja honum ekki. Kann um 100 kvæði og sum löng. Í ensku hefr hnn farið 4 sinnum vel í gegnum Geirsbók . . . Hefr gert alla stílana í Geir. Í dönsku hefr hnn lesið kenslubækr þrra Bj