Ólöf Sæunn Magnúsdóttir Nú þegar við kveðjum okkar ástkæru vinkonu, Ólöfu Sæunni Magnúsdóttur, sem andaðist þann 5. þessa mánaðar, viljum við meðnokkrum orðum minnast hennar, bæði sem persónu og góðs félaga. Það má segja að kunningsskapur okkar og hennar hafi byrjað þegarég flutti heim frá Svíþjóð 1981, og síðan í gegnum skóla og æskuárin. Þegar við Svenni byrjuðum að vera saman reyndist hún okkur báðum góður félagi og er sjálfsagt erfittað eignast traustari félaga og trúnaðarvin. Ólöf var dugnaðurforkur við vinnu og kraftur hennar oft á tíðum óskiljanlegur og hversu sterk hún var andlega kom best í ljósþegar faðir hennar andaðist og hvað hún reyndist fjölskyldu sinni vel. Það reynist okkur erfitt að skilja tilgang lífsins og ef það er líf eftir þetta líf vonumst við að fá að njóta félagsskapar Ólafar aftur þegar þarað kemur.

En eitt er það sem aldrei er hægt að taka frá okkur og það er minningin um góðan vin.

Við þökkum Ólöfu samfylgdina, vináttuna og sendum fjölskyldu hennar og unnusta innilegar samúðarkveðjur.

Hinsta kveðja.

Stína og Svenni