Ólöf Ágústa Jónsdóttir Litla dóttir mín sagði við mig í gærkvöldi; Mamma manstu hvað hún Ólöf var alltaf góð. Þá þyrmdi yfir mig, hinn hörmulegi atburður er Ólöf var skyndilega kölluð burt úr þessum heimi, kom upp í hugann. Það er erfitt að trúa og sættasig við að hún sé ekki lengur á meðal okkar og að eftir standi minningarnar einar.

Ólöf Ágústa var unnusta bróður míns, en þar að auki stóð hún okkur einstaklega nærri vegna þess að hún nánast tilheyrði systkinahópnum. Hún kom inn á heimilið um 13 ára gömul í vinahópi Jóns Geirs. Sú vinátta þróaðist óslitin frá vináttu unglinga í ást fulltíða fólks. Samband þeirra átti sér þannig óvenjudjúpar rætur.

Ólöf átti einnig hug og hjarta fjölskyldunnar. Hún var alltaf svovel til höfð, svo hrein og fín. Húnvar ræktarsöm í stóru og smáu. Hún var sú sem aldrei gleymdi af mælisdegi. Hún hafði gaman af að gefa og það lá í eðli hennar að gleðja aðra.

Það er ekki hægt að lýsa því á nokkurn hátt hvernig þessi skelfilegi missir kom við okkur öll maður stendur svo varnarlaus og getur engan huggað.

Ég bið Guð að gefa nánustu ástvinum hennar styrk og huggun og kveð svo elsku Ólöfu okkar meðorðum Tómasar Guðmundssonar:

Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína

sem hefði klökkur gígjustrengur brostið

og enn ég veit margt hjarta harmi lostið

sem hugsar til þín alla daga sína.

Guðný Eysteinsdóttir