Áróra S. Ásgeirsdóttir ­ Minning Fædd 14. maí 1942 Dáin 5. febrúar 1989 Elskuleg vinkona mín er látin. Hún hét Áróra Sjöfn Ásgeirsdóttir, fædd 14. maí 1942. Foreldrar hennar voru þau sæmdarhjón Lára Her björnsdóttir og Ásgeir Ármannsson. Hún átti systkini, Ásgerði, Árnýju, Guðbjörn og Einar. Áróra bjó lengstaf í Reykjavík en síðustu árin í Hveragerði með manni sínum Helga Kristinssyni og 12 ára gamalli, fallegri dóttur, Þórhildi Sif.

Við kynntumst fyrst 22. ágúst 1960. Þá hófum við nám í Hjúkrunarskóla Íslands, ásamt 22 öðrum nemum.

Mér fannst hún lífreyndari en ég því hún hafði unnið árið áður í Danmörku og talaði dönsku mjögvel.

Því fór sem fór að við lásum saman námsbækurnar sem voru flestar á dönsku í þá tíð.

Það var gott að vera nálægt henni því hún var alltaf svo glöð og hafði mjög hressilegt viðmót sem allir löðuðust að. Góðmennskan og hjálpsemin voru í fyrirrúmi þá semalltaf síðan.

Við bjuggum í heimavist sem þá var lokuð og það þótti okkur gott, við upplifðum það sem mikla verndun og öryggi. Starfið er krefjandiog það var gott að hafa þann aga að eiga að koma heim á skikkanlegum tíma. Það var svo gaman í skólanum að við þurftum lítið að faraút fyrir skólann til að skemmta okkur, þó það kæmi auðvitað fyrir eins og hjá öllu öðru ungu fólki.

Það kom strax í ljós að Áróra átti eftir að verða sérlega elskuleg hjúkrunarkona, svo mjög þótti sjúklingunum vænt um hana. Húnvar alltaf svo væn.

Það er ekki hægt að minnast þessa tíma án þess að geta þess hve foreldrar hennar tóku mikinn þátt í öllu okkar lífi og starfi. Ég segi "okkar", því þau voru mér góð og eru svo sérstök í gæsku sinni og ástríki. Þau opnuðu heimili sitt fyrir mér sem einu af sínum börnum. Þangað var gott að koma og hafa þau verið mér tryggir vinir ávallt síðan. Vil ég þakka Guði mínum fyrir þessa handleiðslu og bið hann að blessa þau og öll börnin á heimilinu og fjölskyldur þeirra.

Áróra átti móðursystur, Lillý, en hún og maður hennar Guðmundur áttu heima stutt frá skólanum, við kölluðum það í "Bakkabúð". Þangað komum við nær daglega og þarvar sama gleðin og ljúfa viðmótið eins og heima hjá henni.

Þar lærðum við að meta góða tónlist, því þau voru óþreytandi viðað leika fyrir okkur á "hi-fi-ið" einsog þau kölluðu fóninn sinn og svo buðu þau okkur á tónleika. Það var sama hvort við komum heim til Áróru eða í Bakkabúð með vandamál, sorgir eða gleði, alltaf var tekið á málum af einlægni og ást.

Áróra hafði alltaf mikið sambandvið afa sinn og ömmu. Afi dó fyrir 5 árum en amma lifir enn hress og gefandi styrk frá sínu stóra hjarta. Hún er 93 ára og býr nú á Dalbraut umvafin góðu fólki. Hún sýnist ekki degi eldri en 75 ára og í anda er hún ung, þó man hún tíma tvenna. Þangað fór Áróra mikið og hlustaði á lífsspeki ömmu sinnar. Ég átti því láni að fagna að fara þangað með Áróru og fórum viðekki bónleiðar til búðar.

Ég gæti rifjað upp miklu fleiri minningarbrot en mál er að linni.

Áróra lætur eftir sig yndislegan eigimann, Helga Kristinsson, semvar alltaf sem líknandi hönd og ástríkur vinur, og dóttur unga, Þórhildi Sif, 12 ára og þrjú uppkomin börn, þau Kjartan, Ásgeir og Hönnu Láru.

Ég og fjölskylda mín samhryggjumst þeim og foreldrum, systkinum, móðursystur og ömmu.

Ég bið algóðan Guð og föður að blessa þau öll af sinni miklu náð og gefa þeim styrk í sorginni.

Verum stöðug í bæninni.

Einlæg vinkona,

Elísabet Arnoddsdóttir.