Ólöf S. Magnúsdottir Ég var staddur í London þegar mér bárust þær sorglegu fregnir að Ólöf væri dáin. Hún var ekki bara starfsmaður hjá mér, heldur líka eins og litla systir mín. Minningarnar fóru að streyma um huga minn.

Það eru nú liðin tæp 6 ár frá þvíað Ólöf kom á stofu mína Adam og Evu, í fyrsta skipti úr Iðnskólanum í Hafnarfirði, og óskaði eftirað komast í starfsþjálfun.

Ólöf þurfti þegar á unga aldri að horfa upp á veikindi föður síns og studdi hún hann af heilum hug þar til yfir lauk. Gott er að hugsa til baka og minnast þess hversu vel móðurfólkið hennar stóð saman á þessum erfiða tíma.

Ólöf bar alltaf hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti. Viku eftir lát föður síns kom Ólöf til mín og sagði: "Ég ætla að drífa mig í sveinsprófið." Þetta kom mér á óvart en ég sagði: "Þá útvegum við módel."

Hún hóf strax að æfa sig af fullum krafti. Svava, vinkona hennar, æfði með henni á stofunni. Eftirvæntingin var mikil dagana fyrir próf. Þá kom í ljós sá ótrúlegi kraftur er bjó innra með Ólöfu þegarhún stefndi að einhverju ákveðnu marki.

Segja má með sanni að mikil gleði hafi ríkt með okkur þegar Ólöf dúxaði á prófinu. Daginn eftir var komið með stóran blómvönd á stofuna og á honum stóð: "Til hamingju með sveininn."

Þá hófst leitin að sendandanum og kom fljótt í ljós að vöndurinn var frá móður Ólafar sem vildi gleðjast með okkur.

Ólöf tók tvisvar þátt í sýningunum með Intercoiffure. Og þá má nú segja að eftirvæntingin hafi verið mikil. Eins og alltaf stóð hún sig vel og kom mjög vel út úr sýningunum. Ólöf var hugmyndarík og góður fagmaður, naut einnig mikilla vinsælda meðal viðskiptavina, enda var hún alltaf létt, kát og lífsglöð. Húnvar opin fyrir nýjungum og miðlaði vel til viðskiptavina. Oftast prófaði hún á sjálfri sér. Einu sinni að loknum starfsdegi er við kvöddumst var hún orðin ljóshærð. Næsta morgun mætti hún snemma heima hjá mér, til þess að ég gæti fengið tíma tilað jafna mig, því að þá var hún orðin dökkhærð.

Á námstímanum náði hún ekkibara góðum námsárangri, heldur setti hún einnig markið hátt í einkalífinu. Hún vann á kvöldin og um helgar í Nýja kökuhúsinu við af greiðslu og þrif. Og markmiðinu náði hún fyrir eigin verðleika. Húnvar 17 ára er hún keypti sinn fyrsta bíl og þeir urðu fleiri er fram liðu stundir. Seinna vann hún í veitingahúsinu Y þar sem hún kynntist eftirlifandi unnusta sínum, Kristjáni Hjaltested. Voru þau mjög samrýnd og áttu sömu áhugamál.

Svo kom dagurinn sem okkur dreymir öll um, nefnilega að stofna eigið fyrirtæki. Ólöf ákvað að opnastofu 1. nóv. 1988, sem hún gerði. Ég var mjög glaður hennar vegna þótt mér fyndist óneitanlega erfittað missa svo góðan starfskraft. Reyndi ég að leiðbeina henni eftir bestu getu. Og þegar þessum mikla áfanga var náð og lífið virtist blasavið Kidda og Ólöfu kom kallið óvænta með þessum orðum: "Lífið er langt en hamingjan stutt."

Ég bið guð að styrkja Einínu, Binnu, Helenu, Magnús og Kidda í sorg þeirra.

Blessuð sé minning Ólafar.

Jan