Ólöf Sæunn Magnúsdóttir Okkur langar með nokkrum orðum að kveðja Ólöfu Sæunni, semvið kynntumst í gegnum vinnu hennar sem hárgreiðslumeistari. Ólöf var svo opin og hress að maður var strax orðinn góður vinur en ekki eingöngu viðskiptavinur. Síðastliðið ár var það því orðinn fastur punktur í tilverunni að fara til hennar í klippingu mánaðarlega eða svo og alltaf fór maður hress og kátur frá henni eftir góða þjónustu og létt spjall.

Hún hafði mjög gott lag á börnum og það var því litlum drengjum okkar ávallt ánægjuefni að fara tilhennar í klippingu.

Ólöf var nýhætt að vinna á Rakarastofunni Adam og Evu og höfðum við samglaðst henni fyrir jólin þegar hún setti á stofn stofu á Seltjarnarnesi. Hún var nýtrúlofuð og framtíðin sem virtist svo björt var hennar. En skyndilega var öllu lokið og maður situr eftir og áttar sig ekki á hlutunum.

Að Ólöf sé horfin virðist eitthvað svo fjarlægt, svo sárt. Við þökkum Guði fyrir að hafa kynnst henni og fyrir þessa stuttu samfylgd í lífinu. Eftir situr minning um yndislega stúlku.

Öllum ástvinum vottum við samúð okkar.

Laufey, Víðir, Björk, Jenný, Halla, Davíð, Baldur og Halldór Ragnar.