Ólöf Sæunn Magnúsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sér lof fyrir liðna tíð.

Margs er að minnast,

margs er að sakna.

Guð þerri tregatárin stríð.

Okkur langar í örfáum orðum að minnast og kveðja elskulegu Ólöfu okkar sem var kölluð óvænt á braut. Henni hlýtur að vera ætlað stórt hlutverk því þeir deyja ungir sem guðirnir elska.

Við minnumst með hlýhug allra skemmtilegu stundanna þegar við rifjum upp æsku- og ærslaárin bæði á Smyrlahrauni og í Norðurbænum með hlátri og gleði.

Við biðjum góðan Guð að styrkjaog styðja mömmu Ólöfar hana Einínu, Kidda unnusta hennar og systkini, Binnu, Helenu og Magnús.

Sorgin er djúp en minningin um góða og fallega vinstúlku lifir.

Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi.

Hafðu þökk fyrir allt og allt.

Gekkst þú með Guði,

Guð þér nú fylgi,

hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.

(V. Briem)

Inga og Heiða