Ólöf Sæunn Magnúsdóttir Í dag er kvödd kær frænka mín, Ólöf Sæunn, sem mér fannst alltaf vera sem ein af mínum barnabörnum. Ólöf Sæunn var fædd í Hafnarfirði þann 26. nóvember 1966, elsta barn hjónanna Einínu Einarsdóttur og Magnúsar Jónssonar húsasmíðameistara. Magnús lést í október 1985, langt um aldur fram.

Ólöf ólst upp í glöðum og samhentum systkinahóp. Hún hóf ung nám í hárgreiðslu og öðlaðist meistararéttindi í þeirri grein fyrir árisíðan. Síðastliðið haust hóf hún rekstur hárgreiðslustofu á Seltjarnarnesi. Ólöf var einstaklega dugleg og áhugasöm um allt það, sem hún tók sér fyrir hendur.

Þegar ég lít til baka, sé ég fyrir mér glæsilega og vel gerða stúlku, sem með sínu hlýja og glaða viðmóti laðaði alla að sér, bæði unga og aldna. Hún var mér, ömmusystur sinni, alltaf ljúf og góð fyrir það vil ég þakka nú að leiðarlokum.

Elsku Einína, Kiddi, Binna, Helena og Magnús, ég bið góðan Guðum að gefa ykkur styrk á sorgarstundu og öllum þeim, sem þótti vænt um hana.

Margs er að minnast,

margt er hér að þakka,

Guði sé lof fyrir liðna tíð.

Margs er að minnast,

margs er að sakna.

Guð þerri trega tárin stríð.

Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi,

hafðu þökk fyrir allt og allt.

Gekkst þú með Guði,

Guð þér nú fylgi,

hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.

(Vald. Briem)

Bogga frænka