NÚ eru tvö ár síðan Brasilíumenn sigruðu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Bandaríkjunum. Þeir eru nú komnir aftur á kunnar slóðir með það fyrir augum að verða ólympíumeistarar, en það hefur þeim aldrei tekist.
KNATTSPYRNA Konur spyrna knetti í fyrsta sinn á ÓL

Brassar án

ólympíugulls NÚ eru tvö ár síðan Brasilíumenn sigruðu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Bandaríkjunum. Þeir eru nú komnir aftur á kunnar slóðir með það fyrir augum að verða ólympíumeistarar, en það hefur þeim aldrei tekist.

Vinsælasta íþrótt heims leikur aðeins aukahlutverk á Ólymp íuleikunum í Atlanta en mikilvægi hennar má síður en svo vanmeta. Knattspyrnan mun laða flesta áhorfendur að sér af öllum 26 Ólympíugreinunum. Næstum allir miðarnir á 32 leiki keppninnar hafa verið seldir, en þeir eru um 2,4 milljónir talsins. Þótt undarlegt megi virðast fer enginn þessara leikja fram í Atlanta. Leikirnir fara fram í borginni Athens í nágrenni við Atlanta, Orlando, Birmingham í Alabama, Miami og Washington. Búist er við miklum áhorfendafjölda á alla leikina og telja sumir knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna vera beint framhald af HM '94, en fyrstu leikir hefjast í dag.

"Velgengni HM '94 skipti miklu máli," sagði Sondra Cress, umsjónarmaður skipulagsmála knattspyrnukeppninnar á leikunum. "Það hefur aldrei áður verið eins mikill áhorfendafjöldi á HM og í Bandaríkjunum '94 og leiddi það til þess bandaríska knattspyrnudeildin var stofnuð." Hún segir að nú sé knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna orðin að stökkpalli fyrir unga og efnilega atvinnumenn.

Alþjóða knattspyrnusambandið reynir að viðhalda mikilvægi heimsmeistarakeppninnar og setja þess vegna aldurstakmark á leikmenn sem keppa á Ólympíuleikunum, en leikmennirnir mega aðeins vera 23 ára og yngri. Þó er nú leyfilegt að nota þrjá eldri leikmenn.

Mario Zagallo mun þjálfa lið Brasilíu á Ólympíuleikunum, "Ef til vill höfum við aldrei tekið Ólympíuleikana nógu alvarlega. Það mun ekki gerast í þetta skiptið. Okkur nægir ekki að vera aðeins heimsmeistarar, heldur viljum við einnig vera Ólympíumeistarar á sama tíma," sagði Zagallo. Fjölmiðlar í Brasilíu hafa einblínt nær eingöngu á knattspyrnukeppni leikanna. Brasilíumenn fengu silfurverðlaun í Los Angeles '84 eftir úrslitaleik við Frakka og töpuðu í úrslitaleik gegn Sovétríkjunum í Seoul 1988. Ef þeim tekst að sigra á leikunum í ár verða þeir fyrsta liðið sem er samtímis heims- og ólympíumeistari síðan Ítölum tókst það á fjórða áratugnum.

Kvennaknattspyrna er á dagskrá leikanna í fyrsta sinn og munu átta lið taka þátt að þessu sinni. Keppni fer fram í tveimur riðlum. Í A-riðli leika Bandaríkjamenn, Danir, Svíar og Kínverjar. B-riðil skipa heimsmeistarar Norðmanna ásamt Brasilíu, Þýskalandi og Japan.

BEBETO og félagar hans í landsliði Brasilíu munu reyna að vinna sitt fyrsta ólympíugull í Atlanta.