RÚSSAR koma til með að borga íþróttamönnum sínum hæstu upphæðirnar ef þeir vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum í Atlanta. Ef rússneskur íþróttamaður vinnur gullverðlaun fær hann 3,3 milljónir króna frá rússnesku ólympíunefndinni. Fyrir silfurverðlaun borga Rússarnir 1,3 milljónir króna en 660 þúsund krónur fyrir bronsið.
Rússar gjalda fyrir verðlaun RÚSSAR koma til með að borga íþróttamönnum sínum hæstu upphæðirnar ef þeir vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum í Atlanta. Ef rússneskur íþróttamaður vinnur gullverðlaun fær hann 3,3 milljónir króna frá rússnesku ólympíunefndinni. Fyrir silfurverðlaun borga Rússarnir 1,3 milljónir króna en 660 þúsund krónur fyrir bronsið.

Bandaríkjamenn þykja borga næstbest ­ um 990 þúsund krónur fyrir gullið. Fyrir silfurverðlaun borgar bandaríska ólympíunefndin 660 þúsund krónur, eða jafnmikið og Rússar fá fyrir bronsið. En fyrir það fá Bandaríkjamenn "aðeins" 330 þúsund krónur.