Nýtur virðingar LEIKARANUM Ving Rhames gengur flest í haginn þessa dagana. Hann braut ísinn með hlutverkum sínum í myndunum "Dave" og "Pulp Fiction" og hefur fest sig í sessi með leik í myndunum "Mission: Impossible" og "Striptease" á þessu ári.
Nýtur

virðingar

LEIKARANUM Ving Rhames gengur flest í haginn þessa dagana. Hann braut ísinn með hlutverkum sínum í myndunum "Dave" og "Pulp Fiction" og hefur fest sig í sessi með leik í myndunum "Mission: Impossible" og "Striptease" á þessu ári. Í "Mission: Impossible" leikur hann tölvusnilling á móti Tom Cruise og í myndinni "Striptease" er hann í hlutverki útkastara á fatafellustað. Meðleikarar hans í síðarnefndu myndinni eru ekki af verri endanum; Demi Moore og Burt Reynolds.

"Ég þéna meira en áður, en peningar hafa í raun aldrei skipt mig höfuðmáli, heldur virðing fólksins í kringum mig. Hana hefur mig aldrei vantað," segir Rhames, sem er 34 ára. "Virðing er furðulegt fyrirbæri. Núna vilja allir njóta virðingar. Stórstjörnurnar fá 20 milljónir dollara á mynd, en ef þeir ganga inn í herbergi og finna ekki fyrir virðingu vita þeir að það er eitthvað sem vantar. Hvor nýtur meiri virðingar, Robert Redford [sem fær 10 milljónir á mynd] eða Sylvester Stallone [20 milljónir á mynd]? Virðing er margra milljóna virði."

Ving Rhames